Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 4
6 Þessar búðir sýnir mynd II, c. Graflð var niður í botn, niður að óhreifðum leir og svo langt út til hliðanna, að komið var í óhreifða mold eða vegg. Þá komu mishá gólf í ljós eða það sem benti á gólf, svo sem eldstæðisholur; í B-herberginu fundust 4 gólf mishá, og efalaust hafa þau jafnvel verið fleiri. Hvergi fundust neinar menjar þess, að þar hefði verið grjót eða steinar í veggjum, undir súlum eða þess háttar. Alt heflr verið tómt torf, og veggirnir hafa ekki verið nema nokkurra feta háir. Þetta sýnir, að hér heflr ekki verið um hús að ræða, er ætluð voru til að dvelja i á vetrum, heldur bendir alt til þess, að hér hafi ekki verið búið nema á sumrum, og að þökin hafi ekki verið úr öðru efni en vaðmáli, eða með öðrum orðum, það er ljóst, að hér hefir að eins verið um búðir að ræða með sömu gerð og sömu tegundar sem t. d. þingbúðir og þess konar, er ekki voru notaðar nema skamman tíma. Alt bendir ennfremur á, að sama búðin hefir öld eftir öld verið notuð af einum eftir annan, þannig að sá sem eftir kom hefir ekki gert sér far um að hreinsa búðina og moka út mold, er inn hefir fallið úr veggjunum, heidur hefir nýtt gólf myndast ofar en hið gamla — og búðarbotninn svo smáhækkað; þetta sést og af öskudreifum, er fundust hér og hvar og mishátt. í þessari aðalbúð, sem grafin var, fanst aska víða og einkum í einu herberg- inu (syðra, sem nær var sjó), en þar fundust þó engar hlóðir; þar á mót fundust reglulegar smáhlóðir (3 steinar) í annari búð, sem grafið var i, miklu norðar, og svo hefir það verið alstaðar. Annars hefir öskunni sjálfsagt verið fleygt út í sjóinn, því að öskuhaugar sjást livergi í nánd. Hvort sama búðin hefir alt af verið bygð ár eftir ár, er nú ómögulegt að segja. Hafi sami kaupmaðurinn komið oft og árum saman, hefir hann líklegast bygt sömu búðina, en annars hefir hver getað tekið sér þá búð, sem hann vildi í hvert sinn. Svo sem sjá má af 7. myndinni hafa 4 herbergi verið utan um einn gang (eða göng) í líkingu við bæjarhús; til þeirra heyrir og eflaust sérstakt herbergi með sérstökum inngangi (E); hvort fleiri af þeim, sem í nánd eru, hafa heyrt til þessari aðalbúð, verður eigi sagt með vissu. Annars er einungis þess að geta, að í 2 af her- bergjunum (B og E) fundust lög af smáum steinum (smáhellum), yfir nokkrum hluta gólfsins. Annars fundust engir munir eða því líkt, nema einstöku dýra og fuglabein; á öðrum stað fanst brýni allofarlega í jörðu. Vörur kaupmannanna hafa eflaust verið geymdar í sumum af þessum herbergjum, einkum þær sem bezt varð að fara með og ekki

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.