Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 8
10
flákans, og hygg eg hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá
Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum á Breiðdal,
sem er fyrir norðan Kleyfarvatn, og hygg eg hann yfir mílu. All-
ur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur
útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa
verið nokkuð djúp með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt
að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfir-
borði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnurn; hann stendur
upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er
hann raunar toppmyndaður, heldur fiöt bunga nokkuð aflöng frá
norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 fðm., en breidd
nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt
ofan. Næsthæsti staður á honum er norðvestantil. Suður þaðan er
og bunga á honum. A öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt
stórþýfi, ólíkt því þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er
fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem
stöðum væri myndað úr byggingarleyfum; en fullyrða skal það ekki.
Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfirum
vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið
gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin. Sunn-
anmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari
og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til hœjar, og mun
hann hulinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill
staðið á lægra framhaldi af þessum hól, sem upprunalega hefir víst
verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi
gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstað-
ar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx
töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar.
Þar á móti var i þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og
hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að færa sig upp eftir hólnum.
Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir
manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir mig til þess,
að eg er ekki í efa um, að hér hefir verið hœr og tún. Og þá
virðist nafnið »Skúlatún«, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær
hafi einmitt verið Skúlastaðir.
2. Helgadalur.
*
I sama skiftið sem mér var bent á Skúlatún, var þess getið
um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og sæist þar til rústa.
Skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta rétt. Helgadalur er