Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 9
11
skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar geng-
ur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur nielhóll norður úr hlíðinni,
austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á
dalkvosinni. En að austan beygist hliðin lítið eitt að .sér. Hraun-
flóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það fram-
hald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún.
Það hefir breitt sig vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur
það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir
þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar,
sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur
upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri
brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar
frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm.
löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar
óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhliðvegg suðurtóftarinnar við suð-
urgaflinn. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja
um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir
ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru
þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari,
né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp
mynd af rústinni.
Hraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi
norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnar-
fjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt und-
ir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar
eð víst má telja að það hafi verið kostaland, þá hafa þar óefað ver-
ið allmargir bæir, sem nú eru hrauni huldir. Eigi verður sagt nær
hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanes-
skaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri
eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (Sbr. Árb. fornl.-
fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnar-
fjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegurj liggur um Helgadal hjá rúst-
inni. Er eigi allskamt þaðan til Hafnarfjarðar.
II. I Kjósarsýslu.
1. Sámsstaðir.
Suðvestanundir Stardalsfjalli, stuttri bæjarleið fyrir ofan Trölla-
foss í Leirvogsá, er eyðibýli, sem heitir Sámsstaðir og segja munn-