Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 11
13 2. I Brynjudal. A þrem stöðum sér til fornra rústa í Brynjudal. Ein þeirra er undir fjallinu fyrir ofan Skorhaga og hefir skriða fallið þar ofan, svo eigi sér nema ógjörla til rústarinnar. Sagt er að sá bær hafi heitið Múli og Múlafjall sé kent við hann; undir því hefir hann staðið. Sagt er og, að Refr hinn gamli hafi búið í Múla, enda þótt Harðarsaga segi, að hann hafi búið á Stykkisvelli, og hafi Múli í fyrstunni verið höfuðból. Það er enn sagt, að Múlaeyri, sem er graseyri við ána neðanvið Þrándarstaðaengjar, hafi verið engja-itak er Múli hafi átt í fyrri daga. Önnur rústin verður á leiðinni þá er farið er frá Múla að Ing- unnarstöðum og er það nú eigi utan óregluleg grjótdyngja á árbakk- anum. Er sagt, að þar hafi verið afbýli frá Múla og orðið að hálf- lendu með tímanum. Þá hefir Múli eigi lengur verið höfuðból og hefir þá hvorugt býlið verið stórbýli. Enda er sagt, að þau hafi bæði verið nefnd einu nafni Kotin, og hafi Kotaxlcora í fjallinu nafn af þeim. Svo hafa þau bæði lagzt af, en i staðinn verið gjör einn bær niðri á láglendinu undan Kotaskorunni, honum verið gefið nafn eftir henni og kallaður SJcorhagi. Þriðja rústin er á Gulllandsvöllum, innantil á móts við Ingunn arstaði. Hefi eg áður lýst henni i Árb. 1904, bls. 19—20, og visa eg til þess, en tek það eigi upp aftur. Að eins skal það tekið fram, að það, sem þar er bent á, að gil hafi brotið af völlunum, er ekki ofsögum sagt, því af landslagi má ráða, að það muni ærið miklu. Og enn er sú ætlan min óbreytt, að StyJckisvöllur muni þar hafa verið. Nú bjó eg til uppdrátt af rústinni, sem þar er, og fylgir hann hér með. III. I Borgarfjarðarsýslu. 1. Á Kalastöðum. Svo segja munnmæli, að Kali hafi heitið fornmaður, er fyrstur hafi bygt Kalastaði og hafi bærinn nafn af honum. Á Kali að liggja sunnanundir klettaási, sem þar er fyrir vestan bæjarlækinn. Er þar sýnt dys hans. Það er grjótdyngja, auðsjáanlega borin sam- an af mönnum, nál, 3 faðm. löng og nær 1V2 faðm. breið. Lengdin snýr norður og suður. Steinarnir í dysinni eru fullstórir hleðslu- steinar og tiltölulega jafnir. Svo er hún niðursokkin, að eigi tekur

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.