Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 13
15
raógröft í Másstaðamýri með öðrum. Hefðu þeir þá komið niður á
nokkuð, sem þeim virtist líkast potti og riðið tágum utanum. Hefði
þeir þá allir orðið hræddir um að hér væri ekki alt með feldu,
hreifðu það þess vegna ekki og fyltu gröfina sem skjótast aftur.
Svo hafði Þórður aldrei hugsað um þetta síðan, en þó var hann
ekki vonlaus um, að hann þekti staðinn aftur. Eftir að Páll hafði
sagt mér þetta, ásetti eg mér að heimsækja Þórð, ef færi gæfist,
spyrja hann gjör um þetta og helzt að fá hann til að sýna mér
staðinn. En er eg kom á Akranes í sumar, frétti eg, að Þórður
væri enn á skútu og því ekki að finna. Enda lögðu þeir, sem eg
sagði frá þessu, lítinn trúnað á þessa frásögn hans. Samt fór eg til
konu hans og spurði hana, hvort hún hefði aldrei heyrt mann sinn
geta þess, að hann hefði á yngri árum orðið var við einhvern forn-
an hlut, er hann var við mógröft í Másstaðamýri. Nánar sagði eg
henni ekki, hvað eg hefði heyrt um það. Hún sagðist oftar en einu
sinni hafa heyrt hann segja frá því. Og svo sagði hún mér frásögn
hans, og bar alveg saman við það, er Páll hafði heyrt hann segja.
Samt hélt hún að hann mundi ekki treysta sér til að þekkja stað-
inn. Nú þóttist eg sjá, að hér væri ekki um skreyti að ræða. En
eg gat ekki annað gert, eins og á stóð, en fela áreiðanlegum manni
að grenzlast eftir þessu hjá Þórði, er hann kæmi heim, fá hann til
að sýna sér staðinn, ef hann gæti, setja þar merki og skrifa mér
siðan. Þetta tók Jón bóndi Auðunsson á Osi að sér að gera.
4. Leiðvöllur við Grunnafjörð.
Svo segir í Harðarsögu, k. 32: »Bændr lögðu fund á Leiðvelli
við Laxá hjá Grunnafirði«. Grunnifjörður, sem hér er nefndur, er
nú kallaður Leíruvogur og rennur Laxá í Svínadal út í hann. Leið-
völlur heitir enn í Arkarlœkjar-landi, norður við veginn. Því miður
er hann nú mestallur afbrotinn, — þvi vogurinn hefir víða brotið
landið og gerir það enn. Þingstaðurinn á Leiðvelli virðist hafa ver-
ið umgirður, — eins og t. d. þingstaðurinn í Þingey nyrðra, — og er
enn eftir 34 faðm. langur partur af girðingunni, digurt garðlag forn-
legt, er liggur í boga frá sjávarbakkanum, og að honum aftur á
öðrum stað. Allmikið grjót hefir verið haft í garðinn, og sést það i
fjörunni við báða enda hans. Við eystri endann er það samt dreift
og niðursokkið, en frá vestri endanum liggur grjótið í nokkurs kon-
ar röð út eftir fjörunni, því þar er hún harðari undir. Má sjá til
garðsins yfirum hólma, sem áður hefir verið landfastur. En svo
sést hanD ekki lengra út, því leirinn verður þar blautari. Eigi sér