Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 15
17 5. I Belgsholti. I túninu í Belgsholti, skamt fram undan bænum, er kringlóttur hringur, nær 8 faðm. í þvermál, og er ýmist kallaður lögrétta eða dómhringur. I honum miðjum er ferhyrnd smágirðíng, rúml. 2 □ faðmar að stærð. Er sagt að það sé sáðreitur eftir Stefán Gunn- laugsen fógeta, er liann bjó þar. Hugsanlegt er, að ytri hringurinn sé líka eftir hann, því hann virðist ekki verulega fornlegur. Nafnið gátu menn síðar gefið vegna líkingar við hringa þá, er þau nöfn báru. Búðatóftir sjást engar. En raunar er það ekki að marka, þar eð svo mikið af túninu hefir verið sléttað. Sagt er, að bænahús hafi verið í Belgsholti. En eigi sjást önnur merki til þess en þau, að vestan við heygarðinn, sem nú er, er fornleg girðing, á stærð við lítinn kirkjugarð. Engin tóft sést samt í henni. 6. Skeljabrehka. Svo segir Landn. I. 19: »Þorbjörn svarti hét maðr; hann keypti land at Hafnar-Ormi inn frá Selaeyri ok upp til Forsár; hann bjó á Skeljabrekku«. Hér er að eins spursmál um, hvaða á það er, sem hér er nefnd »Forsá«. Fyrir innan Seleyri renna tvær smásprænur út í Borgarfjörðinn: Grjóteyrará og Árdalsá. Eigi eru fossar í þeim nema ef til vill uppi í fjalli. En þó gera mætti ráð fyrir, að önnur- hvor þeirra hefði heitið Forsá fyrrum, þá gæti hún þó ekki komið til greina, því þessar sprænur eru báðir milli Seleyrar og Skeljabrekku. En fyrir innan Skeljabrekku rennur engin spræna út í Borgarfjörð önnur en Andakílsá. Land Þorbjarnar hefir, eftir landslagi að dæma, hlotið að liggja inn að henni og eru jarðirnar Neðri Hreppur og Efri- Hreppur auðsjáanlega bygðar af því landi. Lönd þeirra liggja með Andakílsá, milli hennar og Skeljabrekkulands. Lítil spræna, sem kemur suðvestan úr fjallinu, fellur í Andakílsá milli þessara bæja. Hún heitir Þverá, minnir mig. Þó i henni kunni að vera ofurlitlar fossabunur uppi í fjalli, þá mælir afstaða móti þvi, að hún geti verið Fossá sú, er takmarkaði Skeljabrekkuland að innanverðu: hún renn- ur ekki þvert fyrir innri enda landsins, heldur nokkurn veginn langsetis með því að austanverðu. En það er Andakílsá, sem að innanverðu rennur þvert fyrir sameiginlegt land Skeljabrekku og Hreppanna beggja. í henni er allmikill foss, er blasir við ferða- mönnum skamt fyrir ofan veginn. Og við þann foss eru kendir bæirnir að Fossum fyrir innan ána. Hér getur enginn vafi verið: Forsá sú, er Landnáma nefnir hér, hlýtur að vera Andakílsá. Er 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.