Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 20
22 hann ætlaði sér. Um fyrra atriðið er ekki mitt að ræða. Það verður að bíða þangað til líffræðingar eru komnir svo langt, að þeir þekkja til hlítar takmörkin á bráðþroskamöguleik framúrskarandi barna fyr og nú. Um síðara atriðið vil eg segja álit mitt, nú eftir að eg hefi sjálfur farið leiðina. Eg hygg allsendis ómögulegt fyrir Egil að fara hana, nema með einu skilyrði. En með því skilyrði álít eg honum það auðvelt. Og þetta skilyrði er ofureinfalt. Hafi hesturinn, sem Egill reið, elskað hestana, sem á undan var riðið, var ekki hætt við að honum yrði skotaskuld úr því, að rekja slóð þeirra. Það hefi eg oftar en einu sinni séð hesta gjöra, er eigi sýndust þó hafa meira en meðalvit. Og hesti Egils var þetta því auðveldara, sem hann sá til hinna við og við. En engu að síður hlaut honum að verða ógreið- fært þar, sem mýrar eru blautastar á leiðinni. 4. A Anábrekku. Bærinn Anabrekka stendur á lágum áshjalla undir öðrum hærri ás. Hjallinn, sem bærinn stendur á, er brattur sunnan og mýri neðan undir. Þar er engi. Neðan til í brekkunni sér fyrir fornu garðlagi utan frá túnjaðri heim undir bæ. Þar er endi hans slétt- aður út. En við sléttuna endar hann i stórri, aflangri þúfu, og er liún kölluð Granaleiði. Sé það rétt, þá heflr heimreiðargatan verið meðfram garðinum að ofan. Garðurinn hefir átt að verja mýrina, en fyrir ofan hann, upp að brekkubrúninni, heflr þá ekki verið tún, heldur hefir sú brekka verið stöðullinn. En á þann veg er að bæn- um vissi heflr þá líklega verið þvergarður með hliði á. Þar er nú alt sléttað út, og ekki hægt að fá neina vissu. örnefnið Granahlið hefir horfið með garðinum. Það þekkist nú ekki. ö. Stakksmýri og Þrándarleiði. Það er kunnugt, að milli Borgar og Ánabrekku ræður lækur sá landamerkjum, sem fyrrum hét Hafrslœkur en nú Háfslœkur. Austan- megin hans, Borgarmegin, er mýrafláki mikill, sem að sunnanverðu liggur að tjörn þeirri, er Egilstjörn heitir. Allur þessi mýrafláki heflr fyrrum heitið Stakksmýri. Það nafn er nú eigi til. Norðurhluti mýrarinnar er nú kallaður Breiðin, og er þar engi frá Borg. Suður- hluta mýrarinnar er nú ekki nafn gefið. En yfir þann hlutann má sjá af borginni fyrir ofan bæinn á Borg, en ekki yfir Breiðina. Naut Steinars hlutu því að vera sunnarlega á mýrinni til þess

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.