Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 24
26 spildan er svipuð skarsúð. Eigi sjást hliðargarðar. Er þúfnareitur öðrumegin við spilduna, en mýrlendi hinumegin, svo ekki þarf að undra, þó hliðargarðarnir séu horfnir. Fyrir norðan Knararnes er allstór ey, er Geldingaey heitir. A henni er fjöldi af smáum hólum, og er forn girðing kring um þá marga, hvern fyrir sig, og utan á hliðum þeirra eru akurreinar, að- skildar með smá-görðum. Sumir hólarnir eru lágir og ávalir ofan. Þar liggja reinarnar yfir um hólana þvera. En á hinum hærri hól- unum eru reinarnar að eins utan með. A einum stað í eynni er kringlótt girðing á sléttu mýrlendi. í miðju girðingarinnar er sem upphækkun og á henni dys mikil úr grjóti. Hún er kölluð Geldings- leiði. Fylgja þau munnmæli, að þar liggi maður, er hafi heitið Geldingur. Enda sé hið rétta nafn eyjarinnar Geldingsey. Það gæti nú verið, að »Geldingur« hefði verið viðurnefni manns. Þó sýnist mér hitt líklegra: að til grundvallar fyrir þessum munnmælum liggi misheppnuð tilgáta um það, að nafn eyjarinnar standi í sam- bandi við dysina. Þetta er tekið eftir frásögn þeirra Asgeirs bónda Bjarnasonar í Knararnesi og Jóns bónda Samúelssonar á Hofstöðum, — því sjálfur fór eg þangað ekki. 10. A Hofstöðum á Míjrum er dálítill hóll fyrir austan bæinn, sem kallaður er Goðhóll, en stundum Goði. Engin sjást mannaverk á honum. Eftir nafninu að dæma er líklegt, að hofið, sem bærinn hefir nafn af, hafi staðið þar. Má hugsa sér, að tóftin hafi verið bygð úr torfi og vindurinn hafi máð hana burt, eftir að hætt var að halda henni við. 11. I Alftárósi. Sagt er, að bænahús hafi verið í Álftárósi og er tóft þess sýnd rétt fyrir sunnan bæinn. Er það lítill hólbali, svipaður samanfeldri tóft, og er hann kallaður Kirkjuhóll. Kirkjugarðurinn er sýndur á öðrum stað; þar heitir Kirkjutunga niður frá bænum, milli tveggja mýrarvika, er ganga upp í túnið. í henni er kirkjugarðurinn; er það lítill, aflangur hringur með digrum og fornlegum veggjum. í honum eru allar stærstu þúfurnar aflangar frá austri til vesturs. Hliðið á honum virðist hafa verið suðaustan megin, og er það sú áttin, sem veit að Kirkjuhól. Þar er eigi yfir 20 faðma bil á milli. — Krosshóll heitir hár hóll fyrir ofan bæinn.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.