Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 26
28 13. A Okrum. Engin sjást merki eftir akra Skallagríms á ökrum. En Akur- hóll heitir þar suður á túninu. Á honum er falleg brekka mót suðri. Gæti þar hafa verið akrar. Og hóllinn hefir verið lengri áður. Sjórinn hefir brotið framan af honum. Norðaustur frá bæn- um er annar hóll langur og mikill, er heitir Kastali. öll suðaustur- hlið hans mundi hafa verið vel fallin til akuryrkju. Og á einum stað vottar þar fyrir garði upp og ofan. Annars er brekkan öll slétt — eins og alt túnið er, því sandur fýkur á það frá sjónum. Uppi á suðurendanum á Kastala vottar fyrir fornri tóftarúst. Hún er mikil um sig, en óglögg orðin mjög. Sú hlið hennar, sem er á suðausturbrún hálsins, líkist fornri bæjarrúst, með 2 miðgöflum er dyr sýnast hafa verið á, en útidyr á suðvesturenda Lengdin er vel 10 faðm, breiddin um 3 faðm. Við vesturhlið þessarar tóftar er önnur breiðari(um 3l/a faðm.) en styttri (um 6 faðm.). Ekki sést, að hún hafi haft dyr inn í aðaltóftina. En útidyr hefir hún á suð- vesturenda, eins og hin, en nær þar skemra fram. Hún virðist hafa verið óskift. Má vera að þetta séu leifar af híbýlum þeirra manna, sem Skallagrímur lét stunda akuryrkjuna. 14. I Hítamesi. Fyrir vestan bæinn í Hítarnesi er dálítill bali niðri á túninu. Hann er kallaður Kirkjutóftin. Út frá honum er flöt, sem hefir verið sléttuð út. Það er kirkjugarðurinn. Munnmæli segja, að þar hafi eitt sinn biskup verið jarðaður. Hann hafi verið á skipi, er brotnað hafi við Broteyri, — sem skagar út í sjóinn norður úr Hítarnesslandi, — hafi menn allir druknað, en líkin rekið upp, verið þvegin í læk einum, er rennur út í lónið fyrir innan eyrina, og svo jörðuð þar að kirkju. Lækurinn heitir enn Líkalœkur. Sé þessi sögn um biskupinn sönn, hefir hann víst verið útlendur. — Sé sú tilgáta mín rétt, sem eg hefi sett lauslega fram í Árb. 1897, bls. 11, að Hítardalur hafi nafn af konu, sem að auknafni hafi verið kölluð »Hít«, þá hefir Hítará líka haft nafn af henni. Og bærinn Hítarnes hefir þá ef til vill upphaflega verið kendur við ána og heitið Hltarárnes. 15. Grettisstillur og Grettisoddi. Svo segir í Grettissögu, k. 58: »Þeir (Grettir og Björn) færðu stéttir þær í ána, er aldri síðan hefir ór rekit, hvárki með vatna-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.