Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 28
30
bærinn og sá, sem nú heitir Hítardalur. — Bygð heflr haldist á Völl-
um fram að næstu árum; en nú byggjast þeir eigi lengur vegna
slægjuleysis. En fagurt er þar og landkostir góðir að öðru.
17. Hróbjargarstaðir.
Skamt frá bænum Hróbjargarstöðum í Hítardal er móbergs-
stapi mikill. Hann er nú kallaður »Hróbjörg«; halda menn það sé
komið af því, að þessi »björg« eru laus i sér og megi kalla að þeim
sé »hrófað upp«. Og svo halda menn að bærinn hafi nafn af þessum
»Hróbjörgum«. En án efa er sannleikurinn sá, að bærinn er kend-
ur við konu, er hefir heitið Hróðbjörg, — ef til vill hinni sömu,
sem Hró(ð)bjargardalur hefir nafn af. (Sjá Árb. 1904, bls 8—9).
Svo hafa menn nefnt »björgin« eftir bænum, en uppruninn síðan
verið misskilinn.
18. Hellisdalur og Klifsdalur.
Svo segir í Bjarnar sögu Hítdælakappa, k. 25: »Um morgun-
inn váru tvær leiðir fyrir um Hellisdalsheiði — sá gengur af Klifs-
dal — ok fóru þau þá leið upp Hellisdal enn ofan Klifsdal; hann
gengur gegnt bæ Bjarnar i Hólmi«. Hver hin leiðin af tveimur,
sem um var að velja, hefir verið, sést ekki af sögunni. En varla
er vafamál að það hefir verið leiðin ofan eftir sveitum. Orsökina
til þess, að þeir fóru ekki þá leið, hefði sagan þurft að tilgreina.
Hellisdalur og Klifsdalur halda enn sömu nöfnum. Gengur Hellis-
dalur af Hnappadal en Klifsdalur af Hítardal. Eigi standast þeir
alveg á. Milli þeirra er Hellisdalsheiði, og er hún nú köliuð Hellis-
heiði. Þessi leíð er nú sjaldan farin.
19. Grettisbœli.
Eins og kunnugt er, gefur Grettissaga það ótvírætt í skyn, að
Grettir hafi hafst við í gatinu (»borunni«) gegnum fjallið. Bjarnar-
saga nefnir það »raufina» í fjallinu. En bréf Páls Melsteðs (sjá
Árb. 1899, bls. 15) sýnir, að Grettir gat ekki hafst við í gatinu sem
nú er, það er of lítið til þess. Er þvi tvent til: annaðhvort hefir
þar verið annað stærra gat áður, — sem hugsanlegt er, — eða að
Grettir hefir haft bæli sitt annarsstaðar í fjallinu. Þykist eg nú
hafa séð stað eigi ólíklegan til þess. í suðurhlið fjallsins er hvylft