Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Blaðsíða 29
3i mikil, ganga lausaskriður ofan í hana og ofan frá henni, — nema hvað móbergshamrar mynda norðausturbrún hennar. I þeim er hellisskúti á einum stað, eigi mjög lítill. Blasir hann við er menn koma austan veginn. En væri móleitri voð tjaldað fyrir framan hann, mundi ókunnugum sýnast alt eitt móberg. En eigi sér þaðan til þeirra, sem vestanað koma. Er því líklegt, að þó Grettir hefði haft bæli sitt í skúta þessum, þá hefði hann samt notað gatið til útsýnis og þess vegna verið þar uppi um daga. Þar af gat svo sprottið sú missögn, að bæli hans væri í gatinu. 20. Hofstaðir í Stafholtstungum. Ein af hjáleigum Stafholts heitir Hofstaðir. Af nafninu er að ráða, að landnámstnaðurinn hafl sett sig þar niður í fyrstu og reist hof. Síðar hefir þótt hentara, að hafa höfuðbólið í Stafholti, er bæði liggur nær engjum og laxveiði. Engin hoftóft er sýnd á Hofstöðum. En þar eru ýmsar tóftir, yngri og eldri, á túninu og við túnið. Mun hoftóttin liggja undir einhverri þeirra. Fyrir sunnan túnið eru nýlegar rústir ofan á öðrum fornlegum. önnur fornleg rúst er í miðju túni. Aðra hvora þeirra hygg eg dylja hoftóftina. 21. Standmynd í Hítardal. I norðausturhorni kirkjutóftarinnar i Hítardal stendur blágrýtis- steinn út úr veggjarundirstöðunni. Hann er að nokkru leyti í jörðu, stærð hans sést ekki svo, að hún verði ákveðin, enda sýnist hann vera nokkuð óreglulega lagaður. A að gizka er hann um tenings- alin eða meira. Á því horni hans er út veit, er úthöggvin andlits- mynd af karlmanni, með vangaskegg og kamp. Nokkuð er andlitið stórskorið. Virðist sem votta fyrir rák yfir um það þvert fyrir neðan augun. Þó er hún svo óglögg, að eigi sá eg hana þá er sól var af myndlnni. — Með því að eg hefi ekki áður fengist við að draga upp andlitsmyndir, treysti eg mér ekki til að búa til þekkjan- lega mynd af þessu andliti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.