Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Page 30
Rústir í Kiðhúsamóa. Eptir Sigurð Jónssoti, bónda á Haugum. Nálægt suðurhorninu á Grábrókarhrauni í Norðurárdal í Mýra- sýslu er á einum stað dálítill ás, sem hraunflóðið hefir rekist á og klofnað um. Austurkvíslin hefir svo stansað, því hún hefir verið lítil. En meginfióðið hefir haldið áfram fyrir vestan ásinn og vestan fram með stórþýfðum móa, ekki mjög lágum, sem er sunnan undir ásnum. Verður þar löng og mjó lægð milli móans og hraunjaðarsins. Rennur lækur eftir henni, er kemur undan hrauninu eða úr mýrar- bletti, sem liggur milli móans og hraunsins fyrir vestan og ofan útnorðurhorn móans. Asinn er enn skógi vaxinn ofan, en sunnan í honum er lyngbrekka ofan að móanum. Móinn er hallalítill og flat- vaxinn. Þó er hann dálítið bungumyndaður er frá brekkunni dreg- ur, og frá bungunni hallar einna mest að læknum. Suðurjaðar mó- ans myndar barð eða brún, sem líkist gömlum, uppgrónum árbakka. Neðanundir brúninni eru rennisléttar grundir með Norðurá, líkar uppgróinni eyri. Liggur þjóðvegur eftir grundunum undir brúninni. Grundirnar eru engjar frá Laxfossi. En áin brýtur árlega af þeim. Móinn, eða öll spildan sem lýst hefir verið, kallast Kiðhúsamóar, en sumir kalla Kiðastaði, því bær hefir verið þar á sínum tíma. Þar, sem móinn er helzt bunguvaxinn, sést á honum bæjarrúst, nokkurnveginn glögg. Er hún þó mjög fornleg og niðursokkin. Hún skiftist í þrjár tóftir, mjög svo jafnstórar, og eru dyr á báðum milliveggjunum. Og líka eru útidyr á endatóftunum, en ekki á mið- tóftinni. Framhliðin snýr mót austlægu suðri. Lengd þessarar rústar er um 30 álnir og breiddin um 10 áln. Bak við austurhelming hennar vottar fyrir byggingu, sem þó er miklu óglöggvari. Þó má sjá, að það eru tvær tóftir og dyr á milliveggnum milli þeirra. Utidyr á þeim sjást ekki og ekki heldur hvort innangengt hefir verið í þær úr aðalbænum. Það er ekki einu sinni hægt að sjá, hvort þar á milli hefir verið einn veggur afarþykkur eða tveir

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.