Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Qupperneq 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Qupperneq 33
35 Það er máske þessi tóft, er Br. J. á við í Árb. ’94, 8, því að hún er yzt í túnfætinum, en þó að ferhyrningslögun hennar sé ekki glögg, þá er það þó augljóst að hér hefir ekki verið hringmynduð bygging. Austurendinn er mjög úr lagi genginn og vottar ekki vel fyrir austurgaflhlaði. Mun því valdið hafa lœkjarsprœna‘) sú er rennur hér niðurum og frammeð suðurveggnum; hleypur allmikið vatn í hana í leysingum efan úr fellinu. Allar þessar tóftir eru afarfornlegar og virðist mér flest benda til að þær sé bygginga- leifar frá landnámstíð. Hygg eg að sögusögn sú, er haldist kvað hafa mann fram af manni, að hér sé hoftóft forn, muni rétt vera. Ætla eg, eins og Br. J., að efsta tóftin sé bæjartóft, en miðtóftin útibúr og ef til vill nokkur hluti hennar fjós, því að stór er hún. í efstu tóftinni eru leifar af 2 milliveggjum, er skifta henni í 3 »hús<t. Hún er um 43/4 m. að breidd; vestasta húsið um 5 m. að lengd, miðhúsið um IOV3 m. og austasta húsið 102/3 m. að lengd; mælt á miðja veggi á að gizka. Þessi 3 hús eru eflaust búr, elda- skáli 0g stofa2). Ekki sér nú fyrir dyrum, en ætla má að þær hafl verið á suðurhlið svo sem títt er. Fyrir framan heflr verið opið svæði, líkt og nú gerast bæjarhlöð hér á landi eða »tún« í Noregi Að vestanverðu við það heflr svo miðbyggingin staðið og dyrnar á henni, sem að líkindum hafa verið tvennar eða jafnvel þrennar, snúið inn að þessu opna svæði. Á milli þessara bygginga heflr verið sund, um 7 m. breitt hornanna á milli. Miðbyggingin var eins og hinar öll hlaupin í stórgerðar þúfur; höfðu bændurnir, svo sem eg gat um, ætlað að slétta út suðurhluta hennar; voru þeir nú búnir að stynga niður þúfurnar, er verið höfðu þar er austurvegg- urinn var, og búnir að leggja þar þökur á aftur. Á milli þeirrar sléttu og þúfnabarðsins, er myndaði sýnilega vesturvegg byggingar- innar var enn óstungið og opið; þar höfðu þeir grafið niður og orðið varir hleðslunnar. Þetta opna svæði var um 16 m. langt, um 4 m. breitt efst og breikkaði nokkuð niðureftir, en drógst að sér aftur syðst og var 3 m. breitt í syðri endann, og i honum var grjótþúst allmikil; vesturhliðin var bein. Grjótþústin var nú fyrst rannsökuð; grafið utanmeð varlega og varð fyrir gróðrarmold efst en vikurlag í hrúgum, svart, um a/B m. í jörðu. Þetta vikurlag má ætla að bor- ist hafl t. d. úr Heklu og fallið á túnið, sem þá hefir verið þýft og vikrið því safnast í hrúgur í gjótunum. Undir var aftur gróður- mold og var grafið niður í óhreyfða jörð án þess að vottaði fyrir ‘) Sbr. blótkelda. a) Sbr. Privatbol. ss. 71—77. 5*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.