Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 34
36
gólfi eða skán. Steinhrúgan var þá tekin upp og kom það í ljós
að hún var óhlaðin, steinunum aðeins kastað í dyngju. önnur
grjótdyngja ámuna var litlu ofar, þar sem opið var breiðast, austast
í því og þar sem vænta mátti austurveggjarins, en eigi varð vart
neinnar hleðslu þar; mun austurveggurinn vart hafa náð svo langt
suður, enda þótt þúfnabarðið að vestanverðu virtist henda til að
vesturveggurinn hefði náð svo langt og lengra. Var nú grafin upp
tóftin að innan, það af henni, sem í opinu var. Efst varð fyrir
þverveggur, er gekk út frá vesturveggnum, hlaðinn mestmegnis úr
grjóti. Frá norðurgafihlaðinu, sem vel vottaði fyrir, voru 5 m. að
þessari hleðslu, en breiddin virtist vera um 52/3 m. eftir þúfunum
að dæma, en allur þessi hluti var óhreyfður. Fyrir innan (sunnan)
þennan þvervegg var grafið niður og kom loks á hér um bil 1 m.
dýpi niður á fiór&ð gólf. Eigi varð vart neinnar skánar eða mykju,
en i veggjarholum varð vart við svart, einkennilegt efni, er bar öll
merki þess að vera sót. Nokkur brot af beinum fundust og; virð
ast vera af nautgripum. Var nú grafið suður á við og til beggja
handa og varð fyrir hleðsla á alla vegu. Að vestanverðu nokkru
innar en vænta mátti vesturveggjarins eftir þúfnabarðinu að dæma
og að austan miklu innar en búast mátti við eftir leifum austur-
veggjarins að dæma fyrir ofan; bilið á milli þessara hleðslna var
einungis ll/a m. Að sunnanverðu var og hleðsla; var það kampur
út frá vesturvegg, um 4/5 m. að breidd og milli enda hans og
austurhleðslunnar þröngar dyr. Alt var gólfið fiórað. Lengdin að
innan var 2Vg m., en breiddin sem sagt var l’/3 m.; þetta var því
aðeins lítill klefi. Nú var grafið niður að sunranverðu við kamp-
inn eða þverbálkinn, og varð fyrir annar óreglulegur bálkur eða
veggur, er lá nokkuð á ská upp á við frá vesturveggnum. Höfðu
bændurnir komið niður á þessa hleðslu og fundið hér járnpípu litla,
er þeir varðveittu; virðist hún mega vera bútur af mjóum spjóts-
fal; mjög er hún ryðbrunnin. Að sunnanverðu við þennan skábálk
kom niður á steinlagt gólf og varð nú aftur fyrir kampur, er eg
hygg vera suðurgaflhlað þessarar byggingar; er hann 2lja m. frá
hinum fyrra bálki, en skáveggurinn mitt á milli þeirra. Verður þá
bygging þessi öll 5 + 2VS + 2lja = 92/3 m. að lengd. Grjótbungan
efri var rétt fyrir utan (suðaustan) þennan neðsta eða syðsta kamp.
Við þessa rannsókn, sem ekki varð gjörð ítarlegri sakir verkmanna-
skorts, var hleðsla öll látin óhreyfð; að rannsókninni lokinni var
lausamold mokað niður í grafirnar. Var lagt fyrir að þekja yfir
aftur án þess að hagga meira við veggjaleifunum og mun því tóftar-
lagið halda sér framvegis nokkurn veginn glögt.