Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 36
Laug-artorfa.
Þeir Br. Jónsson og Dan. Bruun hafa skoðað og skrifað um
Laugartorfu1). Eg skoðaði og þennan stað í sumar (4. júlí), og
tel það vafalaust, sem Br. J. heíir haldið fram, að hér sé forn þing-
staður. Um það bera tóftirnar vitni, þær eru eins og aðrar þing-
búðatóftir frá fornöld. Laugartorfa er fyrir norðvestan Laugarfjall,
undir Bjarnarfelli, litlu austar en vegurinn þá er riðið er til Geysis
frá Múla t. d., en rétt við götuna þá er riðið er áfram upp að
Helludal, í stað þess að beygja út á mýrina yfir að Laug eða Geysi.
Ef gengið er frá hverunum upp á Laugarfjall, blasir Laugartorfa við
fyrir neðan. Hún er nú hrisi vaxin, sem vaxið hefir fyrir skemstu
og nú er aftur að eyðileggjast (sökum skordýrs nokkurs er etur frjó-
hnappana, að eg held). Fyrrum hefir verið hér fögur valllendisflöt
og einkarfagurt svæði. Hrossahagi góður á engjunum, vatn nóg í
giljunum ofan úr fellinu; fiötinni hallar niðurávið og mátti vel finna
góða þingbrekku. Eg taldi 2 hringi og 6 tóftir, en vel geta þær
verið hér fleiri, þótt þær sé vandséðar sökum skógarkjarrsins. —
Staður þessi verðskuldar nákvæmari rannsókn en við varð komið
í þetta skifti.
>) Sjá Árb. ’05, bls. 51.
Matthías Þórðarson.