Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 38
40
hefir um steininn og hann hangið í, og þannig hefir steinninn verið
sýndur á Forngripasafninu síðan hann fanst. I bollanum hefir verið
spik eða lýsi og fífukveikur í, svo sem gerðist í kolum og lýsis-
lömpum. Á safninu eru allmargir aðrir steinlampar og steinkolur,
en enginn annar til þess gerður að hanga, að því er virðist. Mun
Árb. flytja síðar myndir af nokkrum af þessum merkilegu steinum
og nánari skýrslu um þá. Einn fanst í hörgsrústinni í Hörgsdal
(sbr. Árb. 1903, bls. 2, og 5. og 3. mynd á VII. myndablaði).
í Efstaclal er steinn aflangur, um 1 al. að lengd. Hann er
sléttur að ofan og letrað þar á hann: »land : skjálpti: 1614«. Steinn-
inn er nú í tröppum inn að bæjardyrum, en var að sögn áður
þröskuldur í kofadyrum nokkrum. — Hvergi annarstaðar mun getið
um landskjálfta það ár hér á landi1).
í Haukadalskirkjuhurð er hringur fornlegur úr járni,
sívalur og sléttur; um hann er sú þjóðsaga, að hann sé úr göngu-
staf Bergþórs Bláfellings2 * * * * *). Platan undir hringnum er öllu merkari,
steypt úr kopar með rósum í miðju og leturlínu umhverfis8).
Skjöldurinn er, eftir letrinu að dæma, gamall reiðaskjöldur,
því á honum stendur þetta vísu-upphaf: »mitt star bvid beitla
dyr breitt a pell o . . .« (þ. e. Mitt stár búið beitla dýr, | breitt
á pell o[g klæði?]. — í kirkjunni er forn klukka, allstór, frá Skál-
hölti; mun hún vera úr dómkirkjunni og að líkindum frá fyrra hluta
16. aldar. Að Iiaukadal kom hún 1885.
Hagagarður forn er sýnilegur þvert yfir tunguna milli Hvitár
og Tungufljóts, langt nokkuð fyrir neðan bæinu Bræðratungu, hér
um bil í stefnuna milli Reykholts og Langholts(-fjalls). Er hann nú
') Sbr. Landskj. á Islandi eftir Þorv. Thoroddsen, bls. 243. Þar er getið um
landskjálfta árið áður (1613).
2) Sbr. ísl. þjóðs. I, bls. 214.
s) Sjá um hring þennan í bók þeirra Collingwoods og dr. Jóns Stefánssonar um
sögustaði, bls. 19. Segja þeir hringinn úr kopar (bronze), en það er rangt. Þeir
hafa lesið árifhn skjaldarins svo: »Witt star buit britta dyrr, buuit á þau«;
leggja þetta svo út(!) á ensku og ræða frekar um. Þar er og mynd af skildinum,
en mjög ónákvæm; með sömu mynd er framspjald bókarinnar prýtt.