Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Qupperneq 39
41
sem breiður vegur upphlaðinn og grafir, nú uppgrónar, beggja
végna; hefir verið stungið þar úr í garðinn.
í Skálholtskirkju eru enn nokkrir fornir gripir; má nefna
einkum TiöTcul með misjafnlega fornum borðum; einkargömul virðist
álman framaná, sett saman úr 4 bótum, alt mjög skemt. Hökullinn
er með gotneska laginu (borðarnir)1). Prédikunarstóllinn og 2 afar-
stórir koparstjakar á altari eru gefnir af »Islands Compagnie
Anno 1651 «2). Prédikunarstóllinn hefir því miður verið málaður
upp, en þó hlíft myndum þeim af guðspjallamönnunum og Kristi,
sem á honum eru; eru þær mætavel málaðar, efalaust eftir sama
listamann og málað hefir englahöfuðin góðu á skírnarfontinum, er
verzlunarfélagið gaf þá líka, en sem nú er á Forngripasafninu. —
Fóturinn hefir verið sagaður undan prédikunarstólnum, og himininn,
sem J. H. talar um, sést nú hvergi. — Koparhjálmur afarstór með
16 ljósa-örmum (1 vantar þó að mestu); 2 armar hafa og verið festir
undir arnarhausana efst, einn undir hvorn. Hjálmurinn mun vera
sá hinn sami, er Brynjólfur biskup Sveinsson lét steypa (1674), í
dómkirkjuna, sem hann lét smíða (1650—51)3). Altarið er fornlegt,
stórt og veglegt, úr eik; kista áföst ofan á svo sem títt er á katólsk-
um ölturum. Ætla eg það muni vera smíðað í kirkjuna, er bygð
var eftir brunann 1526. — Corporal-taska úr rauðu (nú móleitu)
flaueli, með gyltum silfurdoppum á hornum. Stafirnir i h s hafa
verið á miðju að ofan; hafa þeir eflaust verið úr silfri, giltir. Task-
an er 24 sm. á hvern veg. Ekki neitt viðlíka eins skrautleg né
merkileg eins og sú sem er frá Skálholti á Forngripasafninu4). —
Fyrir nokkrum árum var talsvert rætt um »kirkjuhurðarhringinn i
Skálholti«. Það er fljótt frá að segja, að hann var þar eigi þá og
er þar ekki sjáanlegur nú, og eigi veit neinn hvar hann muni niður
kominn. Nú er eigi járnhringur heldur koparhalda, eigi fornleg, í
hurðinni.
‘) Sj4 ennfr. Árb. '94, bls. 6, og mynd á bls. 27 í ritinu „Færöerne—Island—
Grönland paa Yerdensudstillingen i Paris 1900“.
a) Sjá Biskupasögnr Jóns Halldórssonar, bls. 266.
*) Sbr. Biskupas. J. H., 1. c.
*) Hér er og altarisbrún gamalleg; eru á benni messingarskildir, silfraðir og
með laufum út úr og kúlumyndaðir efst. Br. J. getur hennar í Arb. ’94, s. 6, og
segir að sú sögn fylgi, að þetta sé „belti Þórgunnu11, en Brynjólfi hefir verið sagt
rangt til. Sú altarisbrún er nú á Forngripasafninu og mjög merkilegur eg forn
gripur; þessi, sem nú er í Skálholti, má heita fremur auðvirðileg.
6