Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Síða 40
42 Eg athugaði vandlega alla legsteina og legsteinabrot í Skálholti. Fann eg legstein Odds byskups Einarssonar mestallan og sömuleiðis legstein Gísla Magnússonar frá Hlíðarenda; lá hann í brotum hingað og þangað1); las á legstein Finns biskups, sem er úti undir kirkju- gólíinu. Hér væri ástæða til að framkvæma nákvæmar rannsóknir í kirkjugarðinum; myndi hér mega finna hinar fornu biskupagrafir og þá margt merkilegt. í Klausturhólum er kallaður enn »Goðhóll« í túninu2) og vottar þar fyrir tóft, enda varð og vart við veggjahleðslu, þá er þar var grafið niður við sléttun fyrir 7—8 árum, rétt á milli traða þeirra er liggja í vestur og suður. I »Grímsleiði« var grafið fyrir 3—4 árum og vottaði ekki fyrir hreyfðum moldum að sögn; var það þúfa ein vestur í túninu. — Aðrir segja að það sé þúfa ein fyrir ofan vesturtröð, á milli fjár- húsanna. b Eg raðaði brotunum saman undir gólfinu til bráðabirgða, og sömuleiðis brot- unum af legsteini Odds biskups; er nú að eins einn gamall legsteinn úti og er hann trjávarinn, en ætti helzt að flytjast inn. Nauðsyn ber til að gera frekari ráðstafanir til verndunar þessum legsteinum og mörgnm öðrum, t. d. í Bræðratungu þremur. Er vonandi að næsta alþingi veiti fé til verndunar þessara fornmenja, það mi illa drag- ast lengur. 2) Sbr. ísl. þjóðs. II, bls. 79. MattMas Þórðarson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.