Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 44
46
Svo sem áður hefir verið tekið fram, virðist vanta 1 1. ofan af
grafskriftinni; í henni hefir vafalaust staðið: HIER HUILER. Aftan
af 1. línu vantar að öllum likindum D. S á milli Jón og Thorfa
merkir vafalaust sálugi (sbr. Garðast. nr. 1, Arb. 1904, bls. 36; þar
er misprentað í efstu línu SALVGI fyrir SALVGE). Aftan af 2. 1.
vantar orðið son; vottar lítið eitt fyrir S. HUOR er hér sömu
merkingar og hver. í 3. 1. vantar aftast tvídepilinn fyrir aftan
LIFDE og fremsta staíinn af næsta orði, auðsjáanlega S. Aftan af
4. 1. vantar einn tölustaf og líklega tvídepil. IÖÍdRIS í 5. línu er
án efa skammstöfun fyr OCTOBRIS (latn. ef.), en leturhöggvaranum
hefir tekist óheppilega til; fyrst hefir hann höggvið beinan legg (I),
sem alls ekki átti að vera, — hefir máske ætlað að höggva
NOVEMBRIS. Þennan beina legg hefir hann þó látið vera. Á eftir
0 heggur hann T, gleymir C á milli, en tekur eftir því og setur
það fyrir aftan T; sér nú að það stoðar ekki og finnur upp á þess-
ari skammstöfun, setur belg af b aftan á T og heggur R ofan í C.
Aftan af 5. 1. vantar 1. stafinn af 1. orði í 6. 1., nefnil. S. Aftan
af 6. 1. vantar líklega EID; þó getur verið að leturhöggvarinn hafi
sett hér Y en ekki I. Aftan af 7. 1. vantar U. Aftan af 12. 1. vantar
líkl. : og H; aftan af 13. 1. EN, og aftan af neðstu línu vantar
belginn á Þ og ÆR. — SAP. er skammstöfun fyrir SAPIENTIÆ
(LIBER, þ. e. Spekinnar bók); 3 er kapítulatalan, ritningargrein þessi
er 1. v. í 3. kap. og kemur oft fyrir á legsteinum (sbr. Garðast.
nr. 2, Árb. 1904, bls. 40).
Áletrunin er því þannig:
[Hjer hvíler] ungmenne[ð] Jón s(áluge) Thorfa[son], hvor hjer
lifðe [s]iðlega, anno 163-, 13. o[c]t[o]bris, á 9. áre [s]íns álldurs
d[eið]e guðlega og n[ú] Ijómar eilíflega.
Sap. 3. Sáler rjettlátra eru í guðs [h]ende og eing[en] pína
snertir ]>[œr].
Nr. 2. Þorleifur Hallvarð[s]son f 1648.
Stein þennan er minst á hér að framan, hann er sá er Sig.
Guðmundsson tilfærir áletrunina á og telur horfinn (um 1866). Hann
er nú nr. 2039 á Forngripasaíninu. Hann er úr grágrýti (dolerit),
virðist lítið tilhöggvinn, en þó allvel ferskeyttur, og sléttur að ofan,
nokkuð kúptur um miðjuna. Lengd 95 sm., breidd 36 sm. og þykt
15 sm. um miðju. Áletrunin er með venjulegu latinuletri, upphafs-
i