Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 46
Nýfundinn rúnasteinn á Hvalsnesi. Á skrásetningarferð minni um Suðurnes í ágústmán. í sumar var mér sagt til tveggja rúnasteinsbrota á Hvalsnesi. Athugaði eg brotin (28. ág.) og virtist mér þau vera sitt úr hvorum steini, svo ólík voru þau að sjá bæði að rúnalagi og allri gerð. Annað lá úti undir kirkjugarðsveggnum að sunnanverðu, fyrir utan hann; er það aftari hluti steinsins. Hitt var í hleðslunni í norð-vesturvegg kirkju- garðsins að innanverðu og sást á þá hlið sem rúnirnar voru á. Efni beggja brotanna er grágrýti (dolerit) og er það brotið, sem í hleðsl- unni var, orðið eytt og veðurbarið; hefði það verið hér mörg ár enn, var fyrirsjáanlegt að rúnir og alt verk hefði eyðst af því1). *) Þessu viðv. vil eg leyfa mér að taka eftirf. fram ennfremur. Svo sem alkunnugt er og eg hefi víða séð dæmi til, eyðast bautasteinar þeir, er nú eru búnir til, t. d. hér í Reykjavík, úr venjulegu grágrýti (dolerit), svo mjög, að alt letur er horfið af þeim á fám árum. Enda hefir þeirri skoðun verið haldið fram (sbr. Runerne i den oldisl. lit. af B. M. Olsen, bls. 5), að ekki væri að marka, þótt hér á landi fyndust nú ekki bautasteinar með rúnum frá fyrstu öldum sögu vorrar. Aftur á móti hefi eg nú séð þess afarmörg dæmi, að legsteinar úr grágrýti, sem húnir hafa verið til á 17. og jafnvel 16. öld eru að kalla algerlega óeyddir, — nema sumir máske litið eitt gengnir, sem hafa legið fyrir framan kirkjudyr. Elestir eru með fullskýru letri og að öllu leyti líkir því er ætla má að þeir hafi verið fyrir 2—3 öldum. Nokkrir steinar um Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu eru úr Baulu- steini (,,Baulit“), „trachyt“-tegund úr fjallinu Baulu. Þeir eru sumir með rúnum og án efa frá 14.—15. öld sumir. Allflestir þeirra virðast hafa haldist vel og vera óeyddir. Þriðja steintegundin, er notuð hefir verið i legsteina, er blágrýti (basalt). Sú steintegund er mikiu þéttari og harðari en hinar, og þeir steinar virðast hvorki hafa né geta eyðst af veðri svo nokkru muni á 10. öldum. Elzti legsteinn hér á landi svo sannað verði, er hlágrýtissteinn með rúnum, líklega frá 13. öld (sbr. Árb. 1899, bls. 24—27, ritg. eftir B. M. Ólsen). Ennfremur finnast i Borgarfjarðar- sýslu og máske víðar legsteinar úr blágrárri „liparit“-tegund úr Húsafellsgili. Nokkrir eru gamlir, t. d. 3 á Húsafelli frá 17. öld og virðast ekki mjög eyddir af veðri, en hafa verið skemdir á annan hátt. Aftur á móti sjást ekki margir fornir legsteinar íslenzkir í kirkjugörðum hér á landi, er svo séu eyddir af veðri og timans tönn, að þeir séu ólæsir orðnir. Þeir sem ólæsilegir eru orðnir, eru flestir nýlegir grágrýtis-hautasteinar héðan frá Reykjavik; — sumir gamlir úr útlendum líparit- eða sandsteins-tegundum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.