Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Qupperneq 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Qupperneq 47
Bæði brotin eru nú komin á Forngripasafnið, og er eg sá alla lög- un þeirra og gat lagt þau saman, sá eg brátt, að þau áttu saman og að lítið vantaði í steininn. Lengd steinsins er nú á efri hlið 117 sm., en endafletirnir eru skáhallir og er neðri hlið steinsins um 9 sm. lengri. Að framan er steinninn 40 sm. að breidd, efri hliðin, en hann er allur mjórri í aftari endann, aftast um 20 sm. Efri röndin, sú er frá veit, er um 28 sm. að breidd, en þeim megin, sem að snýr, er steinninn að eins 7 sm. að þykt. Steinninn hefir verið lítið eitt lengri og hefir brotnað af áletruninni, eins og síðar skal skýrt nánar frá. Á milli þessara 2 brota af steininum er allmikið skarð í efri röndina og er áletrunin einnig skert þar (sbr. hér á eftir). Sú hlið steinsins, er áletretrunin er á, er allvel slétt af nátt- úrunni og virðist ekki hafa verið jöfnuð af mannavöldum; dálítið er hún hvelfd inn. Steinninn má heita fremur vel valinn og hefir eflaust verið lagður, en ekki reistur, á leiðið. Á fremri enda steins- ins hefir verið höggvinn út upphækkaður kross, en mjög lágt upp- hækkaður (um 3—4 mm.) og höggvið einungis meðfram álmunum og um 4 sm. út frá þeim. Álmurnar eru 6,7 sm. að breidd, þver- álman 37,7 að lengd, 15,5 sm. hvor armur, en hæð krossins er 44,7 sm., 15 fyrir ofan og 23 fyrir neðan þverálmuna. Niður úr kross- inum er myndaður broddur um 6 sm. að lengd og 2,5 sm. að Hvers vegna eyðast nú þessir nýju bautasteinar úr grágrýti svona fljótt?; og hvers vegna haldast hinir fornu legsteinar úr sömu steintegund svona vel? Ætla mætti að þetta orsakaðist af því að grágrýtistegundirnar væru misharðar. Harkan er komin undir efnasamblandinu, hversu mikið er af hverju efni fyrir sig i grágrýt- inu, og þarf ekki nema að eins lítinn mismun i efnasamsetninuunni til að valda afarmiklum mismun á hörkunni. Einnig mætti ætla að aðferðin við að höggva stein- ana 8Ó önnur nú en á 17. öldinni og að af þvi orsakist mismunurinn á þvi hversu áletranirnar haldist. Ennfremur getur sumum dottið i hug að menn hafi áður fyrri borið eitthvað á steinana, er hafi hindrað vatnið frá þvi að ganga í þá og sprengja þá i frostum og gert þá seigari og þéttari að utan. Gretur og verið, að þetta hafi verið gert, þótt þess sjái nú eigi vott, og vafalaust væri mjög gott að gera það á grágrýtissteinum nú. Ekkert af þessu álit eg þó að valdi mismuninum á þolgæði grágrýtissteinanna, heldur hitt, hvernig þeir eru fyrir veðrinu. Hinir fornu leg- steinar hafa ætið legið á leiðunum, en hinir nýju hafa verið reistir upp á annan endann. Þetta veldur því, að hliðarnar á nýju steinunum eru ætið að kalla hreinar og berar fyrir óveðrum. Engin mold sezt í holurnar til að þétta steininn, engar skófir geta vaxið á hliðunum og varið yfirborðið fyrir skaðlegum áhrifum vinds og úrkomu. Þessir standandi steinar hyljast að kalla aldrei snjó, ætíð lemur á þeim og næðir um þá hreina og gljúpa. Hinir, sem liggja, hyljast snjó og klaka, sem skýlir þeim á vetrum. Leir og mold sezt í allar holur á yfirborðinu og þar vaxa skófir, sem stundum mynda smám saman harða skel á yfirborði steinsins. Þetta hlífir steinum þeim er liggja. 7

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.