Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1908, Side 56
58
Postulínsskál með blómum og ýmsu skrauti, sögð hafa til-
heyrt Guðbr. biskupi Þorlákssyni.
Glerpeli með upphafsstöfum þeirrg. hjóna Jóns vicelögmanns
Ólafssonar og konu hans.
Kaffikanna stór úr silfri, stimpluð 1799. A stétt hennar er
grafið: Hr SiSSLU MANN MK A BUDAR DAL A; MK eru upp-
hafsstafir Magnúsar Ketilssonar.
I»rír vínbikarar úr silfri á kúlufótum; einn er stimplaður
1693 og eru á hann grafnir upphafsstafirnir Þ. J. aS'. x) ; annar er
stimplaður 1709 og 1712-, á honum eru upphafsstafirnir E T S;
þriðji er stimplaður 1808 og með ágröfnum upphafsstöfum P. J.
Vinstaup gamalt úr silfri með háum fæti, og anuað vínstaup
með upphafsstöfunum H Th D og ártalinu 1758 ágröfnu.
Púnsskeið (eða -ausa) úr silfri með gröfnu skafti og blaði.
Stimpluð (17)83. Aftan á skaftinu eru stafirnir P H A grafnir.
Prír silfurspænir; einn gyltur, með mannamyndum á skaft-
inu; annar með engilsmynd á hnappinum og upphafsstöfunum
O. B. S. á blaðinu; þriðji stimplaður 1708 og 1714.
Silfurskeið grafin á skafti og blaði; aftan á skaftið hafa verið
stungnir upphafsstafir hjóna, — en þeir eru máðir af að mestu
leyti, — og ártalið 1799.
Beltishringja og -sproti, úr silfri, gylt; drifið og grafið
með miklu skrauti í endurlirnunarstíl.
Stór beltishnappur úr silfri, gyltur, með laufi, sem í er
María mey með Jesús á handleggnum. Gamalt verk.
Beltisstokkur úr silfri, gyltur, með loftverki.
Signet lítið úr beini með stöfunum J T S gröfnum á ská rétt
og Öfugt.
Kistill skorinn, með myndum af Maríu mey og fleiri kven-
dýrðlingum. Á lokinu eru skornir stafirnir G T D; á skrána eru
grafnir stafirnir Þ. B. D. og Þ. F. D., og eru þau fangamörk einnig
máluð á lokið að innan, og auk þeirra þessi 3 fangamörk: E. T. D.}
R. J. D. og E. 0. D. Kistill þessi er gamall ættargripur úr
Vídalíns-ætt.
Gripir þessir hafa ekki verið tölusettir með öðrum gripum Forn-
gripasafnsins, þareð ætlast er til að þeir verði varðveittir út af
fyrir sig sem sérstakt safn: Vídalínssafn. Þeir voru sýndir á ártíð
gefandans í sumar, en stöðug sýning á þeim getur því miður ekki
átt sér stað fyr en Forngripasafnið er komið i hið nýja safnahús.
‘) Gretur vel verið fangamark Þórðar Jónssonar (Yigfúss.), síðar próf. íHítardal.
Matthías Þórðarson.