Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 5
5 Holtar, Fljótar«. öðruvísi dæmi jeg heldur ekki um tvinefni sem Giljar og Q-iljir (athugasemdarlaust s. 69), Vaglar og Vaglir (þetta telur höf. rángt. Við Bessahlaðir (s. 79) gerir hann enga aths. Um öll þessi nöfn gildir það, og það eitt, að sú er ein myndin rjett, sem höfð er í hverri sveit. Vera má að í einni sje sagt Giljar eða Vagl- ar, í annari Giljir eða Vaglir — og eru þá báðar myndir jafngóðar. Það verður að brýna það fyrir mönnum, þessa höfuðreglu, er gildir um alt mælt mál, að þau orð og orðmyndir, sem einhafðar eru nú og tíðkast hafa vitanlega lángar stundir, öldum saman — við þeim má ekki hrófla, þau eru og eiga að vera friðhelg, þó að þau komi ekki heim við þá allra ströngustu málfræði; þar að auk veit hver málfræðíngur, að orð blakta til og frá eins og strá í vindi, riðlast úr einum flokki í annan, alveg reglulaust. Slíkt er líf og þróun málsins. Höf. talar oft — og jeg líka — um »afbakanir« og »latmæli«. Latmælin eru nú reyndar oft einmitt liður í þessari þróun, sem jeg nefndi; þó er þar oft vont að greina milli; og rjett að rita þar eftir uppruna, þegar hann er viss (menn skrifa t. d. ætla, þó fram sje borið atla o. s. frv.). Það er eðlilegt, að hljóð grennist (styttist) á undan 2 eða fleir- um samhljóðum. Það er eftir því, að Rauðsstaðir verður Russtaðir (ekki Rús-, sem bærinn hefur víst aldrei heitið, þótt einhver kunni að hafa skrifað Rú- af fáfræði); sama er um Saursstaðir —- Sursst. (og þetta svo skilið sem Surts-). Hjer er rjett að skrifa Rauðs- og Saurs-; líkt er með Hraukhlaða — Hrukkhlaða og Gaularás — Gul- arás, sem er undanþága að því leyti sem hjer er um einn samhljóð að ræða, en orsökin til styttíngarinnar er hjer hlutfallið milli áherslu- samstafnanna; það er annað en í hinum nöfnunum. Höf. setur stundum fram merkilegar skýríngar, sem sýna mál- fræðisbrest. Hann heldur, að Kúga- geti verið sama sem Kuga, »af mannsnafninu Kúgi eða Kugi«, sem aftur sje sama og hið alþekta nafn Kuggi (s. 64). Líkt er, þegar hann heldur (s. 83), að Rúgstað- ir — Rugstaðir hafl upphaflega heitið Rugg-. Slíkt er ómögulegt, eða að minsta kosti alveg ósennilegt. Það er engin leið til þess að skilja, hvernig Rugg- eða Kugg- hefði orðið að Rug (Rúg) eða Kug (Kúg). Hjer verður að fara eftir núverandi framburði. Kúgi er þekt mannsnafn, eflaust með löngu hljóði að fornu og það gat ekki styst. Jeg veit ekki betur en að sagt sje Rúg- nú; höf. sýnist hjer aftur að ímynda sjer, að rithátturinn Kug- (með u) í fornbrjefi hafi nokkra sem helst þýðingu. En það getur auðvitað þýtt bæði ú og u. Á því er ekkert að byggja. Það er satt, að merkíng orðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.