Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Qupperneq 9
Jóni var engin ofætlun að vita, eins mikið og hann hefur fengist
við handrit, að þessi ritháttux þarf ekki að þýða og þýðir eflaust
heldur ekki Hrolleifs-, heldur bara Hrólfs-; e er hjer dansks manns
innskot ljettihjóðs milli sambjóða, og var því alveg óþarfi að geta
þessa ritháttar; höf, felst heldur ekki á, að Hrolleifs- sje upphaflega
nafnið, og þar gerir hann rjett.
Á nokkrum stöðum get jeg ekki sjeð, með hverjum rökum höf.
fordæmir nafnmyndir. Um Spækil segir hann t. d. (á s. 17) að
jörðin »hjet i raun rjett i Skækill*. Er þetta getgáta höf. ?; þá er
hún lítilsvirði, því óskiijandi er hvernig (velskiljanlegt) Skækill hefði
breyst í (torskilið) Spækill. Þetta orð gæti verið leitt af rótinni í
orðinu spækja (»ramentum ligni« Bj Hald.) og er víst einmitt rjett.
Höf. vill skrifa Klyppstaðwr (s. 92) og Kolfreyjustaðwr (s. 94).
Svo munu þessi nöfn nú vera í framburði, og jeg hef ekkert á móti
því að halda þeim, en upphaflegu nöfnin voru — eins og alstaðar
annarstaðar — -staðir (í fleirt.). Jeg hef skýrt, hvernig á eintölu-
myndinni stendur (mín ritgj. s. 450), og jeg hef (þar s. 451) skýrt
nafnið Staðastaður, sem höf. kallar (s. 41) »óviðkunnanlegt fordild-
arnafn* — slík táknun sýnir ekki annað en skilníngsskort. Höf.
vill heldur hafa Refstaðir en Refstaður (88), og er það mótsögn.
Jeg vil nú ræða nokkur bæjanöfn, er vafi getur leikið á hvernig
skýra skuli. En fyrst skal jeg nefna nokkur nöfn, er höf. hefur
skýrt rjett, að því er jeg hygg og jeg hef ekkert að athuga við; þau
eru: Bartakot (s. 29), Starnes (s. 30), Hurðarbak (óskiljanlegt að
nokkrum manni hafl dottið í hug, að urðar- væri hið upphaflega), Mó-
feldstaðir (s. 36) Flóðatángi (s. 38), Voðalækur (s. 39), Keisbakki
(s. 43), Skjallandafoss (s. 49), Sunndalur (s. 55), Skinþúfa (s. 68), Víga-
staðir (s. 83), Hvannstóð (s 92), og nokkur fáein til.
Kvísker (s, 11). Líklega er kví-myndin sú rjetta, sem höf. og
telur, en Tví- afbakað; sjera Jón í Bjarnanesi sagði mjer, að kallað
»væri af sumum Kvísker*. Vera má og, að það sje stytt úr Kví-
ársker, þótt mjer þyki hitt sennilegra, að Kvísker og Kvíá sje nefnd
eftir (sömu) Kví.
Hnappavellir: höf. heldur, að upphaflega myndin sje Knappa-
fell, en úr þvi að Hnappavöllr (-vellir v. 1.) kemur fyrir í Njálu-
handritum, er litt hugsandi, að skoðun höf. sje rjett. Hnappavöllur
(-vellir) getur vel verið stytt úr Hnappafells-völlur, enda þótt það
nafn hafi eiginlega aldrei verið haft.
Bólhraun (14); höf. segir, að Ból- sje hjer rjettara, en við hvað
styðst það? Ef það er núverandi framburður, er það auðvitað rjett.