Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 30
30
þekktu ekki hina réttu mynd héldu, að nafnið væri dregið af manns-
nafninu Torfi, sem beint lá við, og svo hefur verið farið að rita
nafnið þannig, og eg hef grun um, að líkt sé varið um fleiri Torfa-
staði, sem margir eru í landinu, að þeir séu einmitt afbökun úr
Þorvarðsstaðir, sem nálega koma hvergi fyrir, þótt Þorvarður væri
í fornöld almennara nafn en Torfi. En það er hvergi bein sönnun
fyrir þessari breytingu nema um Torfastaði í Eljótshlíð. Eða hvað
vill sá margvísi höf. gera við Þorvarðsstaði í Vilkinsmáldaga, sem
ómótmælanlega er sama jörðin sem Torfastaðir? Hyggur hann að
Þorvarðsstaðir sé vitleysa í þeim eldgamla máldaga, en Torfastaðir
rétta nafnið? Sé svo, að hann meti þannig fornar heimildir, þá
leiði eg alveg minn hest frá að rökræða þetta frekar við hann.
Þá er höf. allstórorður um tillögu mína að taka upp nafnið
Vélaugsstaði (í Hörgárdal, sem eg tel sennilegast að vera muni hið
upphaflega nafn á þessum bæ. Hann kallar þetta »brot á allri skyn-
semismeðferð nafna« og telur undarlegt, að eg skuli »dirfast að um-
skapa nafnið«, því að það vissa sé, að það hefjist með f. Satt er
það að vísu í öllum þeim afskræmismyndum, sem til eru af þvi, því
að nafnið er auðsjáanlega herfilega afbakað. En höf. gætir þess ekki,
að hann hefur í skýringum sínum (í Safni IV, 440) komizt að þeirri
niðurstöðu, að Félaugs- muni vera rétta nafnið, og kemur þó sú
mynd af því hvergi fyrir, en af því að hann rígheldur svo í f-ið,
dettur honum ekki í hug önnur betri skýring, þótt segja megi að
hún berist upp í hendurnar á manni, nfl. Vélaugs-, því að höf. er
ekki unnt að neita því, að framburður á samstöfunni vé og fé er
svo nauðalíkur, að ekkert var eðlilegra, en að menn, sem að eins
þekktu nafnið í framburði héldu, að jörðin væri kennd við »fé«, og
svo verið farið að rita það þannig, af því að menn hafa ekki þekkt
orðið »vé«. Þetta liggur mjög beint við, hvað sem höf. segir um
það, að önnur dæmi þekkist ekki, að v í upphafi orðs hafi orðið
f. Það er alveg sama, eins og þegar hann fordæmir breytinguna á
Þorvastaðir í Torfastaðir af því, að þ geti ekki orðið t. Hann er
auðsjáanlega mjög skilningslítill á það, hver áhrif framburðurinn
getur haft á rithátt nafnanna, og að ströngum málfræðireglum er
ekki fylgt i þeim afbökunum, þá er almenningur skilur ekki nafnið,
eins og þarna hefur orðið með »vé«, er orðið hefur að »fé«, fyrst í
framburði og svo í riti, og er þýðingarlaust fyrir höf. að neita þessu,
hversu opt og freklega, sem hann gerir það. Eg tel mig því hafa
haft fulla heimild til að benda á fallegt nafn, sem sterlcar likur eru
fyrir, að sé hið rétta heiti þessarar jarðar, í stað hinna mörgu ónefna:
Féloks-, Fjalhöggs- eða Féeggs-. Hefði höf. heldur viljað, að eitthvert