Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 33
33 en þar sem gamli bólstaðurinn hafi verið heiti enn í dag (J>. e. 1871) Evarstóptir'). Þetta þótti mér afarmerkileg upplýsing og tekur fyrir mér burtu allan efa um, að þarna hafi einmitt bústaður Ævars verið og hvergi annarsstaðar, og skiptir það engu máli, hvort ör- nefni þetta, Ævarstóptir, er nú gleymt eða ekki, þar sem það var kunnugt þar i nágrenninu fyrir rúmum 50 árum. Mér þykir vænt um að geta hér bætt við skýringu mína þessari mikilvægu sönnun, sem algerlega staðfestir hana, þótt mér væri ókunnugt um, að bær- inn Litla Vatnsskarð hefði verið fluttur. Það er þvi algerlega óhætt að stryka burtu vafamerkið, sem eg af varkárni setti við skýringu mína á Ævarsskarði í ritgerð minni. En Stóra Vatnsskarðsmeinloka höf. ætti að vera nokkurnveginn úr sögunni, enda var hún dauða- dæmd af sjálfu sér, þótt aldrei hefði sannazt, hvar hið rétta Ævars- skarð hefði verið. Eg hef þá rakið og um leið hrakið allar aðfinnslur höf. við rit- gerð mína, er nokkru máli skipta, og er þetta orðið lengra mál, en eg hugði í fyrstu. Það þarf miklu minna rúm til að varpa fram meira og minna órökstuddum staðhæfingum heldur en að hrekja þær með rökum. Það getur vel verið, að höf finnist, að eg hafl sumstaðar orðið um of harðmæltur í sinn garð, en til þess er því að svara, að eg ætlaðist til meiri sanngirni, meiri varasemi, þekking- ar og ökilnings yfirleitt hjá honum, en einhverjum óvöldum, litt lærðum manni, er eg hefði tekið mýkri höndum á, svo að hann má sjálfum sér um kenna, ef hann þykist ofhart leikinn. í desember 1923. Hannes Þorsteimson. 1) Ævar og Evar er sama nafnið, ritað ýmist með æ eða e. 3

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.