Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 34
Um Lambaness-þing o. fl. Fyrirlestur, fluttur að Eiðum *). Eins og við vitum, varð deila þeirra Tungu-Odds og Þórðar gellis 965®) til þess að landinu var skift í fjórðunga og 3 þing sett í hverjum fjórðungi, nema í Norðlendingafjórðungi 4. Eg fer ekki frek- ar út í það hjer, nema hvað Austfirðingafjórðung snertir, þar voru þessi 3 þing sett fyrst: Sunnudalsþing í Vopnafirði, annað Múlaþing að Þing-Múla í Skriðdal og þriðja Skaftafellsþing í öræfum. Við get- um nú hugsað okkur hjer um bil, hversu stórt aðsóknarsvæði hvert þing hefir haft eftir legu þingstaðanna, þó það hafi ekki verið fast- ákveðið. Það sem við rekum okkur fyrst á hjer í Múlasýslum er það, að þingin hafa verið höfð i oddum suður úr hjeruðunum, sem þau eru háð í. Þing-Múlaþing var syðst á Fijótsdalshjeraði og Sunnu- dalsþing syðst í Vopnafjarðarhjeraði. Við getum hugsað okkur eðli- legast, að þingin hafi verið háð í miðjum hjeröðum eða því sem næst; en til þess að svo var ekki hjer, hljóta að hafa verið þær orsakir, að Sunnudalsþing hafa sótt menn austan yfir Smjörvatns- heiði, af hve stóru svæði er ekki hægt að segja með vissu, og Þing- Múlaþing aftur menn sunnan úr syðstu hreppum Suður-Múlasýslu. Nú hefir það hlotið að vera svo strax í öndverðu, að Fljótsdalshjer- að hefir verið lang-fjölbygðasta hjeraðið á öllu þessu svæði og þar- afleiðandi dregið að sjer menn og málefni, eða með öðrum orðum: alla bestu kraftana af þessu svæði. Eftir þessu þurftu menn að haga sjer og því voru breytingar eðlilegar. Vopnfirðingasaga gjörist á tímabilinu 980—990, en fjórðungs- þingin eru eins og áður er sagt sett 965. Bardaginn í Böðvarsdal 1) Upphafinu á fyrirlestrinum er slept hjer. — Athugasemdirnar hjer neðanmáls ern eftir Matthias Þórðarson. 2) Ejettara mnn vera 962, svo sem sagt er í flestnm hinna fornu annála vorra. Sjá B. Th. Melsteð, ísl, saga II, 60.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.