Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 43
43 Austur frá ekrunni er mjög fornleg tótt, sem liggur frá austri til vesturs hjer um bil; hún er 11 m. að 1. og 48/é m. að br. Dyr eru á vesturenda hennar. Fyrir sunnan ekruna, rjett við hana, er önnur lítil tótt, forn- leg, og rjett austur af þeirri tótt er sem votti fyrir þriðju tóttinni, stærri. í hinni brekkunni, sem er suðvestur frá hinni fyrri, er vottur um garðlag upp og ofan, en annars sjest þar ekki fvrir garðlögum og er því vafamál hvort ekra hafi þar verið. — Fleirtölumyndin »ekrurnar« kann að stafa af þvi einu, að hin fyrgreinda hafl verið í rauninni 2 ekrur, innan sömu aðalgirðingar, en með lágu garð- lagi í milli. í brekkunni fyrir norðvestan bæinn, sunnan undir Kastalanum, svo nefnda, eru 3 þvergarðar og má vel vera að í þeirri brekku hafi og verið ekrur. í Kvennhóls-túni eru að sögn líkir þvergarðar í brekku, sem benda til að líkar ekrur hafi verið þar einnig. Hoftóttin og hofakurinn í Bessatungu. 20. VII. 1913. í Árb. 1882, bls. 67, og í Árb. 1897, bls 15—16, hafa þeir Sig- urður Vigfússon og Brynjólfur Jónsson getið um hoftóttina og °ak- ur« í Bessatungu. Hoftóttin er glögg enn, er uppi á hól i túninu, snýr frá austri til vesturs og er afhúsið við vesturendann. Breidd á yztu veggjabrúnir 51/3 m., lengd, mæld á sama hátt, 12'/2 m., en af- húsið er 4 m. að breidd. Vestar og neðar á sama hólnum vottar fyrir smátótt og enn neðar er blótsteinninn svonefndi; hann er 118 cm. að hæð. Hellan, sem Br. J. getur um, er 47 cm. frá honum. Lækur, »blótkelda«, rennur fram með hólnum að vestanverðu, fáa faðma frá hofinu. Hofakurinn er vestaní hólnum, sem fjárhúsin og hlaðan við þau standa nú á. Hann snýr móti suðvestri og er í miklum halla. Lengd hans frá suðri til norðurs er um 19 m. efst, 178/4 m. neðst, en breiddin er um 12^/a—14 m. Hornin að ofan eru rjett, en bogadreg- in neðri hornin. Garður hefir verið umhverfis og hlið virðist hafa verið á honum að ofan, nálægt suðurhorninu. — Hann er aldrei sleginn.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.