Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Page 76
74
vísa þannig orðuð, að allir skilja hana ekki á einn veg, sbr. útgáf-
urnar. Jeg álít að Alvisa kveði hana ekki er hann hittir Þór, heldur
um leið og hann fer heiman. »Bekki breiða!* er akipun til heima-
manna, er skulu undirbúa brúðkaupsveizluna. Setningin »heima skal-
at hvild nema« á við hann sjálfan er hann Bkundar að heiman.
Hinar setningarnar, í 2.—3. 1. og í 4.-5. 1., eru vel skiljanlegar.
Áherzlan liggur aðallega á þeim orðum, sem hún einmitt á jafnframt
rimsins vegna að vera á: brúðr, hraðat og hverjum.
I 26. v. segir Alviss að vanir kalli eldinn vag eða vdg. Orðið
vágr vita menn ekki til að þekkist í annari merkingu en iíkri þeirri
sem það hefur í 24. v., næstu svarvisu Alvíss á undan, þar sem hann
segir að vanir kalli mar (sæ, hafið) vág. Nú segir i gömlum þulum1 2)
að vœginn sje eitt af eldsheitum. Hafa flestir útgefendur, því talið
rjett, að vagr eða vágr hafi og verið eldaheiti, en sumir ætlað að
vag væri hjer villa fyrir vægin.*) — Málfræðislega sjeð gátu orðin
verið skyld og rjett, af rótinni veg-, sbr. vega. En þar sem orðið
vag(r) eða vág(r) eigi þekkist meðal elsheita, nje í svipaðri merk-
ingu, þykir mjer það grunsamlegt og rjettara að setja hjer vægin
Þó hygg jeg að hjer hafi ef til vill upphaflega staðið vá Vág og vá
var ruglað saman í framburði, að nokkru leyti fyrir áhrif frá 3 1.
i 24. v. — í 4. 1. 26. v. er frekan vafalaust afbakan fyrir freka, svo
sem ýmsir útgefendur hafa álitið áður.
Orðin verz i 4. 1. 3. v. og lagastaf í 5 1. í 32 v. hafa í flestum
útgáfum verið rituð vers (af verr eða ver) og lagastaf. Þeir Sophus
Bugge (í Arkiv 19.) og Hugo Gering (i útg. af Eddu) rita verðs (af
verð) og lágastaf (af lágastafr). Það álít jeg rjett, og hafði álitið áður
en jeg sá leiðrjettingar þeirra. Hitt álít jeg aftur á móti ekki rjett,
að rita einnig lága-staf í 5. 1. 24. v. svo sem Gering gerir. Og leið-
rjetting og skýring Bugge á vagna verðs, að það sje vágna verðs
(vágna = vápna), svo sem vikið var að hjer að framan, hafði mjer
ekki komið til hugar, en þykir hann rökstyðja vel mál sitt. Einkum
verð jeg að telja líklegra, að hjer sje um andvirði vopna (vágna)
en um andvirði vagna að ræða; en vel gæti hjer verið ritvilla fyrir
vákna (af misheyrn) eða vápna (af mislestri).
Til skýringar með þessum framanskráðu athugasemdum og ljós-
legra yfirlits yfir alt kvæðið skal það að endingu sett hjer. Sjest þá
jafnframt, með samanburði við útgáfu Boers eða Hildebrands og
Gerings, hversu jeg lít á ýmsar smávægilegri tillögur til lesháttar
og leiðrjettinga, sem fram hafa komið. Kvæðið er prentað svo sem
1) Sbr. Eddn Snorra Stnrlnsonar, II., Kh. 1852, bls. 486 og 570.
2) Sbr. útg. K. Hildebrands (H. Gerings), Paderborn 1912, bls. 160.