Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 1
Nokkrar Kópavogs-minjar.
I. Kópavogseiðarnir 1662 og eldri stjórnarmál.
Varla getur svo lítið ágrip af sögu þjóðar vorrar, að ekki sé þar
getið Kópavogs. Sá staður hefur orðið einn af kunnustu sögustöðum
þessa lands, en svo má segja um hann, að hann sé »frægur að end-
emum«. Það eru »Kópavogseiðarnir« eða »Kópavogssærin« 28. júlí
1662, sem »gerðu garðinn frægan«. Eins og kunnugt er, átti sú at-
höfn að fara fram á alþingi, sem var haldið skömmu áður á venju-
legum stað og tíma, en Henrik Bjelke höfuðsmaður, er taka skyldi
eiðana af mönnum, kom ekki til landsins (til Bessastaða) fyr en að
þinglausnum eða loknu þingi, 12. júlí, og fór hann ekki til alþingis,
heldur skrifaði mönnum þangað eða heim og skipaði þeim að koma
suður að Bessastöðum 26. s. m. Skyldi athöfnin fara fram þar að
morgni næsta dags, en það var sunnudagur. En hvernig sem á því
kann að hafa staðið, þá var breytt svo til, að athöfnin var ekki látin
fara fram á Bessastöðum, heldur var farið þaðan inn í Kópavog og
setti lögmaðurinn sunnan og austan, Árni Oddsson, þar þing mánu-
daginn 28. júlí. Verður nú ekki vitað með vissu, hversu stóð á því,
að breytt var til um stað og tíma, en margs má til geta. Engin
greinagóð skýrsla er lengur til um þetta þing. í bréfabók Brynjólfs
byskups Sveinssonar frá þessu ári (A. M. 274 fol.) var skýrsla um
það, en hefur horfið. Þó eru til nægjanleg gögn til að sjá hvað fram
fór. Eru skjöl flest og frásagnir um þetta birt á bestan hátt í bókin.ni
Rikisréttindi íslctnds, bls. 105—41, og nokkuð enn fremur í viðbæti
aftan við Skjöl um hijlling íslendinga 1649 o. s. frv. (Sögurit XII.),
bls. 89—103. Sennilega hefur þeim Bessastaða-mönnum þótt átroðn-
ingur og ónæði að þinghaldinu og því breytt til um staðinn. Einnig
mátti búast við því, að þeir atburðir kynnu að gerast nú, sem verra
myndi þykja eftir á, að gerst hefðu heima á Bessastöðum. Það var
ekki alveg víst að komist yrði hjá blóðsúthellingum. Kópavogur var
gamall þingstaður og mjög skamt frá Bessastöðum. Mátti fara þangað
hvort heldur vildi sjóveg eða landveg. Hermennirnir, sem voru hafðir
við, fóru af herskipi því er Bjelke kom á og lá á Seilunni. — Bjelke
varð ríkisaðmíráll þetta sama ár. — Konungur (Friðr. II.) hafði fyrir-
1