Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 8
8 Sigurður lögmaður dæmt í því í héraði, líklega í Kópavogi, og verður nú ekki séð, hvernig dómur hans hafi fallið, en sennilega hefur hann hljðóað upp á stórhýðingu, sem gengi næst lífinu. Þótt sakarefnið væri lítilmótlegt hefur mál þetta verið gjört hér að umtalsefni, ekki að eins vegna þinghaldsins hjer, heldur af því að það lýsir svo vel aldarhættinum, að því leyti sem það nær. — En að því er viðvíkur refsingunni, sem gera má ráð fyrir að Þorgils hafi fengið, þá er lítið vit í henni. Það sem hann hafði gert, það hafði hann gert í góðum tilgangi og án þess að vilja gera nokkrum manni skaða, eins og hann einnig var fús til að sverja. — Annað mál er það, að þessi unggæðislega tilraun hans, til að hafa áhrif á veður- áttufarið til hins betra, var helzt til stráksleg og gat jafnvel gefið húsbónda hans, eða þjónandi presti, ástæðu til umvöndunar. — Hefði séra Jón Vídalín (síðar byskup), sem hjelt Garða 1697, verið heima þá um haustið, hefði sennilega lítið málastapp orðið úr þessu; en hann var þá í Höfn til að láta vígjast til byskupsembættis í Skálholti. Annað lönguhausmál kom hér fyrir þing 1729; sjá um það hér fyrir aftan. IV. Útileguþjófar og uppnefningar. Síðan liðu nokkur ár svo, að fátt kom stórra mála fyrir Kópa- vogs-þing, að því er kunnugt er, en dómabók mun vanta frá 17. sept. 1700 til 13. nóv. 1704. Þann dag var þingað í öðru einkenni- legu máli, uppnefningamáli af Álftanesinu, og skal þess getið nánar hér á eftir. En í Valla-annál séra Eyjólfs Jónssonar (Ann. 1400-1800, I., 451—53) er sagt frá stórfeldu þjófnaðarmáli, sem komið hefur fyrir Kópavogsþing 1703. Þrír flökkuþjófar höfðu tekið upp á því, að leggjast út í helli, sem er skamt frá »Hverinum eina«, rétt við Sels- vallaveginn úr og í Grindavík. Náðu þeir þar 3 sauðum og rændu mann, sem fór þar um. Skömmu fyrir alþing fór bóndinn í Flekkuvík að þeim við 12. mann, tók þá og flutti til Bessastaða. Síðan var þingað í máli þeirra í Kópavogi og þeir færðir þaðan til alþingis. Þar voru tveir þeirra hengdir, en hinn þriðji, sem var ungur piltur, »hýddur sem bera mátti«. — Um haustið þótti mönnum aftur fara að bera á fjárhvarfi og fengu grun um, að enn myndu vera þjófar uppi í fjöllunum. Fóru tveir stórir hópar að leita, en enginn fannst úti- legumaðurinn. Annar hópurinn tók þó fastan mann, hjáleigubónda í Krýsuvík, og færðu hann til Bessastaða. Var þingað yfir honum í Kópavogi, en hann meðgekk engan þjófnað. Þó hefur hann ekki ver- ið ugglaus um sitt mál, því að hann strauk litlu síðar frá Bessastöð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.