Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 9
9
um, slapp þar úr þjófakistunni, sem hann var geymdur í, og annar
þjófur með honum, og komust þannig undan.
Næsta haust var uppnefningar-málið af Álftanesinu tekið fyrir í
Kópavogi, 13. nóv., eins og getið var hér að ofan, en síðan var þingað
í því oftar. Paul Beyer, fulltrúi amtmanns, hafði stefnt 4 persónum
fyrir þingið vegna háðuglegra nafnagipta um heimilismenn á Bessa-
stöðum og ýmsa aðra í sveitinni. Samkvæmt áskorun sýslumanns
létu menn uppskátt á þinginu það sem flogið hafði fyrir af þessum
uppnefnum, og eru flest þeirra niðrandi og gerð af keskni í óvirðing-
arskyni. Var þetta borið og sumt svarið upp á hina stefndu; stúlka
var ein þeirra og frelsaðist með lýðréttareiði, þegar þingað var í
málinu siðar (12. jan. 1705), en i sama sinn varð einum þeirra eið-
fall og hinn þriðji hafði séð það ráð vænst fyrir sér, að hverfa á
burt. Málið var sett undir úrskurð lögmanns (26. júní 1705) og hefur
hann dæmt í því í héraði, óvíst hvernig, en alt bendir til, bréf Pauls
Beyers og lagatilvitnanir dómsmanna í Kópavogi, að tekið hafi verið
heldur ómjúkt á þessum ungu spéfuglum.1)
V. Árbæjarmál (morðmál).
Daginn eftir að þetta spaugilega nafnagiptamál, er nú var skýrt
frá, var fyrst tekið fyrir á Kópavogsþingi, hélt Sigurður lögmaður
þing þar í heldur alvarlegra máli, morðmáli, sem gerst hafði skömmu
áður á næstu grösum. Er skýrt all greinilega frá því í árbókum
Espólíns, VIII., 90—91, og er sú frásögn tekin eftir góðri heimild,
annál séra Eyjólfs á Völlum, sem nú er prentaður í Ann. 1400—1800,
I., sjá bls. 468—70 þar, með athugasemdum og leiðréttingum
drs. Hannesar Þorsteinssonar, þjóðskjalavarðar; getur hann þess
þar, að skjöl um morðsmál þetta séu í Þjóðskjalasafninu (A. 38,2).
Morðinginn hét Sigurður og var Arason. Hann var ungur og ó-
kvæntur, en bjó með móður sinni á hálfum Árbæ. Á móti honum
bjó sá er hann myrti, Sæmundur Þórarinsson, og hafði kona hans,
Steinunn að nafni, Guðmundsdóttir, talið Sigurð á að fyrirfara Sæ-
mundi. Gjörði hann það sunnudagskvöldið 21. sept. 1704, er þeir
voru að veiðum í Elliðaá syðri, og fannst Sæmundur þar örendur
undir Skötufossi næsta dag. Var hann jarðaður að Gufunesi. En litlu
síðar gaus sá kvittur upp, að Sigurður myndi hafa valdið dauða
hans. Sigurður meðgekk sök sína við yfirheyrslu Pauls Beyers, og
Steinunn einnig síðar, er þingað var í málinu 3. nóv. að Varmá. —
9 Annað svipað uppnefningarmál var tekið fyrir á Býjarskerjaþingi 1730.