Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 10
10 Á Kópavogsþinginu 14. s. m. dæmdi Sigurður lögmaður þau til dauða. »Voru þau tekin af daginn eftir. Sigurður höggvinn skamt frá tún- garði, í landnorður frá þinghúsinu, en Steinunni drekkt í læknum þar fyrir austan. Hafði höggstaðurinn ávallt áður verið upp á hálsinum, en drekkt inn í Elliðaá syðri«, segir séra Eyjólfur í annál sínum og mátti hann vita þetta allt gjörla, því að hann átti þá heima í Nesi hjá föður sínum og hefur sennilega verið við aftökur þeirra Sigurðar og Steinunnar, en nákunnugur öllum staðháttum. Eftir þessari upp- lýsingu hans um hina fyrri aftökustaði, skyldu menn helzt ætla, að dysjar þær, sem nú eru í Kópavogi, sjeu allar yngri en frá árinu 1704. En ekki getur það þó verið, því að hvergi mun þess getið, að nokk- ur sakamaður hafi eftir þetta verið tekinn af í Kópavogi, enda var ekki þingað þar lengur en hálfa öld upp frá þessu. VI. Slark og slys. Árið 1723 kom leiðinlegt mál fyrir þing í Kópavogi. Jón Espólín minnist á það í árbókum sínum, IX. 74 Svo bar til um kvöldið 11. ág., að 5 menn voru á ferð á litlum bát úr Hólmskaupstað, sem þá var í Örfirisey, og ætluðu út að Nesi. Voru það þeir Guðmundur Ólafsson frá Ráðagerði, Arnes Hildibrandsson, Þorvaldur Teitsson, Knútur Jóns- son og Lénharður Þórðarson, hjáleigumaður í Nesi. Guðmundur var töluvert drukkinn og Arnes kenndur. Fóru þeir að rífast og lenti síðan í skömmum og áflogum. Kom nú sjór í bátinn og fyr en varði hvolfdi honum. Var þetta skammt frá Mýrarhúsum; sást til þeirra úr landi og var brugðið við frá Nesi að bjarga. Guðmundur og Lénharður voru komnir á kjöl, en hinir drukknaðir allir. — Ekkja Arnesar, Gróa Hildibrandsdóttir, sakaði Guðmund um, að hann hefði valdið dauða manns hennar og þeirra þriggja. Lét Fuhrmann amtmaður þá taka málið fyrir og var Jón Oddsson Hjaltalín, lögréttumaður, skipaður sækjandi, en Cornelius Wulf landfógeti var þá sýslumaður og dæmdi í málinu. Fyrst var þingað í því 8. okt. í Kópavogi, en síðan 5. nóv., og loks 3. des. heima á Bessastöðum, þar eð þinghúsið í Kópavogi var þá í illu ástandi. Þeir sýslumaður og sækjandinn voru hinir hörðustu í málinu, svo að Guðmundur varð illa úti. Arnes hafði að vísu slegið Guðmund af fyrra bragði, en hann hafði nú goldið þess með dauða sínum, Guðmundur hafði að vanda svo að segja átt upp- hafið að rifrildinu, sem olli drukknun Þorvaldar og Knúts, er höfðu á sér gott orð, og yrði því »Derris uskyldige Dód, Der Raaber hæfn, icke uden tilbörlig Straf at afgaae«(!). Skyldi Guðmundur því, þar sem hann var ölvaður og órólegur í bátnum, »udi jern at arbeyde paa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.