Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 14
14
ofan í mig«. — Vitnisburður Larsens var fyllri og greinilegri, en hér
er sagt, og staðfestur með eiði. — Þrem dögum síðar, 12. maí, kom
Frantz Swartskopf með annan mann til notarius publ.; hét sá Povel
Kinch, verkamaður, raunar verzlunarþjónn, frá Eyrarbakka. Hann Iagði
einnig fram skriflegan vitnisburð um, hvað ungfrú Swartskopf hafði
sagt honum um sjúkdómsorsök sína og lýsti því, hvernig henni hefði
liðið, þegar hann hefði heimsótt hana vorið áður á Bessastöðum fyrir
vini hennar í Höfn, nokkru eftir að hann var kominn til Eyrarbakka.
Hann hafði komið til hennar tveim dögum áður en hún dó, sunnu-
daginn 18. júní (1724), og haíði hún þá sagt honum greinilega frá,
hvernig henni hefði verið gefið eitur í vöflunum og grautnum og
hvað hún hefði heyrt um stúlkuna, sem hún hefði fengið til að borða
af grautnum með sér. Staðfesti Kinch framburð sinn með eiði.
Fimm dögum síðar, 17. s. m., skipaði konungur, Friðrik 4., þá
Þorleif Arason, prófast í Rangárvallasýslu, og Hákon Hannesson,
sýslumann s. st.; rannsóknardómara í málinu, en Sigurð Sigurðsson,
sýslumann í Árnessýslu, sækjanda; en að gengnum dómi í málinu
hér skyldi það þegar í stað lagt fyrir hæsta-rétt í Höfn. Jafnframt
sendi konungur Sigurði vitnisburði Larsens og Kinchs; staðfesta af
not. publ. 14. s. m. — Dómendur og sækjandi hittust á alþingi
23. júlí um sumarið og ákváðu að dæma í málinu á þingstaðnum í
Kópavogi. Gáfu dómendur út 11. ág. stefnu til margra manna, að
koma þangað 29. s. m. — Eftir ósk madömu Pipers 16. s. m skipaði
amtmaður Jón klausturhaldara Þorsteinsson verjanda þeirra mæðgna.
Kinch var kominn aftur til Eyrarbakka og var stefnt eftir kröfu amt-
manns, og enn fremur krafðist sækjandi að hann mætti fyrrir réttin-
um, en hann sendi, í þess stað að mæta, staðfest eftirrit af vitnis-
burði sínum í Höfn, eiðfestum þar. Amtmanni var stefnt einnig til að
hlýða á vitnin og færa fram varnir og lét hann ekki hjá líða að
mæta fyrir réttinum þegar fyrsta daginn.
Eftir að stefnurnar og önnur frumgögn höfðu verið lesin upp
kom amtmaður fram með þá kröfu, að engin vitni yrðu látin bera
neitt um þetta mál, þar eð það væri í eðli sínu og lögum samkvæmt
fyrnt mál, þar sem meira en eitt ár væri þegar liðið frá dauða ung-
frú Svartskopf. Sækjandi andmælti og varð nú nokkurt þjark um
þetta, unz dómendur feldu þann úrskurð, að þar sem ekki hefðu
verið nema 34 dagar eftir af ári frá dauða ungfrú Swartskopf, er kon-
ungur gaf út skipunarbréf sín til þeirra og sækjanda, og vitanlega
ómögulegt að rannsaka málið hér samkvæmt þeim bréfum áður árið
allt væri liðið, þá hlyti það að vera vilji konungs, að málið yrði rann-