Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 15
15 að samkvæmt skipunarbréfunum, hvað sem lagaákvæðinu liði, sem amtmaður krafðist að farið væri eftir. Nú kom fyrsta vitnið fram, sjálfur landfógetinn, Cornelius Wulf Hann var fyrir á Bessastöðum, er amtmaður kom þar, og hafði jafnan verið þar síðan, hafði kynnst vel ungfrú Swartskopf og verið henni hjálplegur trúnaðarvinur í raunum hennar og einstæðingsskap. Hann var maður nokkuð við aldur, kominn yfir fimtugt, meira en tíu árum eldri en amtmaður. Var grandvar og skynsamur dugnaðarmaður, sem hafði hvers manns virðing, að því er séð verður. Hann var í Höfn veturinn 1724—25 og má nærri geta, að honum hefir verið að minnsta kosfi vel kunnugt um, hvað þar hafði gerst um upptök málsins. Hann tók við af stiftamtmanni til heimflutnings og afhend- ingar skipunarbréfunum til dómandanna og sækjandans (sbr. kvittun hans, dags. 18. maí, á bréfi konungs til stiftamtmanns frá 17. s.m.). Hann lagði nú fram og las upp skriflegan vitnisburð, dags. 25. s.m. Er hann 12 þétt skrifaðar siður í arkarbroti, lengri en svo, að hér verði sett nokkuð verulegt ágrip af honum. Landfógeti gaf þar all- greinilegt yfirlit yfir allt, sem ungfrú Swartskopf hafði tjáð honum um, hvílíkri meðferð hún yrði að sæta af hendi amtmanns og þeirra mæðgna og fleiri á því heimili, um sjúkdóm sinn og orsakir hans, samhljóða því sem hún hafði sagt þeim Larsen og Kinch, um frá- fall hennar o. fl. Hann kvað hana hafa fundið sig í þessum erindum fyrst í nóv. 1723, eftir að öll skip voru farin, og eftir það hefði hann jafnan eftir hvert samtal þeirra skrifað hjá sér það sem hún hafði sagt í hvert sinn við hann og hann við hana. Vitnisburður þessi var næsta ófagur í garð þeirra mæðgna og óþægilegur að ýmsu leyti fyrir amtmann, þótt það kæmi raunar berlega í Ijós, að Appollonía hefði jafnan borið hlýjan hug til hans og ekki viljað frá honum fara, og engan látið á sér heyra, að hún grunaði hann um nokkur bana- tilræði við sig. Framkoma amtmanns við landfógeta, er hann varð þess var, að hann vildi rétta ungfrú Swartskopf hjálparhönd, — og ummæli hans síðar um Wulf og þennan vitnisburð hans, í bréfum til stiftamtmannns Rabens og konungs, eru ekki að sama skapi góð fyrir hann. — Tíu dögum fyrir andlátið talaði hún síðast við Wulf og lét hann hana þá á sér skilja, að hún myndi varla geta átt langt eftir. Hún ráðstafaði þá ýmsum eigum sínum og hversu hún skyldi búin til grafar; hún vildi láta búa sig brúðarserk sínum, sem átt hefði að vera, prýddan dýrmætum kniplingum, o. s. frv. — Daginn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.