Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 20
20
ígildi 6 lóða silfurs af því, unz sá dómur hans yrði ónýttur á æðri
stöðum. En sækjandi mætti mæta fyrir réttinum, svo að fullnægt yrði
skipun konungs. Sækjandi áfrýjaði enn þessum dómi annars af dóm-
öndunum, en bauðst til að ganga fyrír réttinn og hlýða á vitnin og
spyrja þau.
Var nú stúlkan, sem var byrjað að yfirheyra hinn 10. sept.,
krufin sagna og var framburður hennar ekki í einu né neinu sak-
næmur fyrir amtmann eða fólk hans. Margt var það, sem hún kvaðst
ekki vita, og margt, sem hún gat sagt ljóst og satt, án þess að sök
kæmi. Mörg svörin voru þó berlega í mótsögn við það sem þeir
landfógeti höfðu haft eftir ungfrú Swartskopf. Gekk á þessum yfir-
heyrslum næstu 2 daga (13. og 14.) og fram á hinn þriðja, unz aft-
ur kom upp ósamkomulag milli sækjanda og hinna út af spurn-
ingu, sem hann lagði fyrir vitnið: hvort það vissi ekki til þess, að
madama Pipers hefði boðið peninga til að ráða ungfrú Swartskopf
af dögum. Hákon sýslumaður vildi láta bóka þessa spurning og
svara henni, en prófastur ekki, nema sækjandi tiltæki, hvaða tíma
hann ætti við, og um minna en ár væri að ræða frá þessum degi.
Verjandi mótmælti þessari spurningu, sem ólöglegri, á sama grund-
velli og prófastur. Hákon sýslumaður sat þó við sinn keip og sækj-
andi mómælti kröftuglega mótmælum verjanda, krafðist þess að
spurning sín yrði bókuð og henni svarað. Verjandi andmælti enn
Hákoni sýslumanni, en hann vildi þó ekki tefja réttarhaldið á langri
stælu um þetta. Kom sækjandi þá með aðra spurning og úr því hélt
yfirheyrslan áfram, svo að ekki þótti ástæða til andmæla.
Næsta réttarhaldsdag (mánud. 17. sept.) bar nýrra við. Dómend-
ur lýstu yfir því, að verjandi skyldi teljast sekur að lögum fyrir
framkomu sína síðast, en þó engar sektir gjalda að sinni, þar eð hann
hefði beðið réttinn fyrirgefningar. — Nú krafðist sækjandi, að bréf
Kinchs frá Eyrarbakka yrði lesið upp og talið fullnægjandi gagn í stað
þess að hann mætti. En það fór sem fyr, amtmaður mótmælti og
gekk síðan út, er bréfið var lesið upp. Daginn eftir (18. sept.) var
enn komin á snurða, vegna þess að prófastur vildi ekki leyfa spurn-
ing sækjanda, og þegar Hákon vildi leyfa hana, óskuðu þeir amtmað-
ur og verjandi að fá að vita, hvors úrskurður mætti sín meira í þessu
efni. Þorleifur prófastur kvað sinn úrskurð gilda, hann væri forseti
réttarins, því að hann væri nefndur á undan Hákoni i skipunarbréf-
inu. Jöfnuðu þeir þetta svo með sér, með hlýðnisyfirlýsingum við
vilja konungs o. s. frv., og meira gerðist ekki þann daginn.1) Síðan
»
þ Sama dag skrifaði landfógeti stiftamtmanni um vitnaleiðslurnar og af-