Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 22
22
Hákon sýslumaður, ritaði samdægurs konungi bréf og gat komið því
af stað strax með seinasta haustskipinu. Lét hann það þar í ljós, m. a.,
að hætt væri við að málið yrði ekki upplýst á fullnægjadi hátt, sök-
um þess, að meðdómandi hans hliðraði sér hjá að láta vitnin svara
sumum spurningum sækjanda. Sést þetta af bréfi amtmanns til kon-
ungs, dags. 2. sept. árið eftir, og það enn fremur, að Hákon sýslu-
maður og sækjandi hafa þennan sama dag (28. sept.) yfirgefið réttar-
höldin fyrirvaralaust. Eftir 8—10 daga fjarveru komu þeir báðir aftur
og lýsti Hákon þá yfir því, að hann ætlaði ekki að sinni að fást
meira við málið og því síður ljúka því. Að svo mæltu fór hann burt
aftur. Hinn dómandinn, Þorleifur prófastur, vildi samt ekki hætta að
svo búnu, og mun hafa farið í því efni eftir vilja amtmanns. Hann
lagði fram nokkru síðar, 22. okt., stórt og stórort varnarskjal í mál-
inu, með ærnum skömmum um þá landfógeta, Larsen, Kinch og
sækjanda og fullt af latínuglósum að lærðra manna sið, til smekk-
bætis fyrir prófastinn. Skjalið er 11 arkarsíður og þó líklega ekki
öllu fleiri setningar, því svo ósvikinn er kancellí-stýllinn á því. Hafði
amtmaður í hótunum að klekkja síðar á þeim Frantz Swartskopf og
Larsen, sem ekki hafði getað orðið stefnt fyrir þennan rétt, en heimt-
aði Kinch dæmdan eftir tilteknum lagagreinum fyrir róg og sækj-
anda fyrir ólöglega meðferð málsins.
Tveim dögum síðar, 24. okt. 1725, kröfðust þeir amtmaður og
verjandi dóms í málinu og kvað Þorleifur prófastur hann upp einn
samdægurs í Kópavogi. Lýsti hann amtmann sýknan af dauða ung-
frú Swartskopf og af að vera í nokkru vitorði um að hún hefði verið
drepin á eitri. Var sýknunin aðallega byggð á orðum og ummælum
hennar sjálfrar. Enn fremur lýsti hann þær mæður, madömu Katha-
rínu Pipers og ungfrú Karen Holm, sýknar af því að hafa valdið
dauða ungfrú Svartskopf með eitri í mat, þar sem engin vitni höfðu
borið það, að þær hafi átt nokkuð við þau matvæli, sem hún kvað
sér gefið eitur í. Orð og ummæli Larsens og Kinchs skyldu ekki á
nokkurn hátt vera þeim amtmanni og mæðgunum til áfellis. Larsen
yrði ekki dæmdur fyrir þessum rétti, en Kinch skyldi greiða amt-
manni 20 dali í ómakslaun, líða dóm, sektir og aðför að lögum
(N. 1. 6—21—7), sem lygari og rógberi; — ekki var hann þó dæmd-
ur til ærumissis, eins og Jón prófastur Halldórsson Iætur í ljósi í
frásögn sinni. — En sækjandinn, Sigurður sýslumaður, skyldi eiga
mál sitt undir konungi.
Þegar þessi dómur var kveðinn upp, voru öll skip sigld og gat
amtmaður ekki sent hann fyr en 19. júlí næsta sumar (með Keflavik-