Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 24
24 og þykir lítið hafa orðið úr höggi, svo hátt sem til var reitt. — Gleymir ekki að hella úr skálum reiði sinnar yfir landfógeta að síðustu. Fáum dögum síðar (2. sept.) skrifar hann konungi, rekur gang málsins og talar óvirðulega um störf dómanda hið fyrra sumarið, segir að Hákon hafi farið heim fyr en nokkurn mann varði, eftir að þeir höfðu setið yfir málunum á fimmtu viku, við brennivínsdrykkju og á þann hátt, sem guð muni bezt vita. — Segir hann að dómur sá, sem feldur hafi verið 24. síðastliðins mán., hafi verið i samræmi við hinn fyrri. — Síðari hluti bréfsins er mestmegnis skammir um landfógeta og síðan Appolloníu í gröf hennar, fyrirbænir fyrir sér til konungs, ef einhverjir af hinum hatursfullu og jafnvel blóð- þyrstu óvinum skyldu fara að skrifa honum um sig o. s. frv. — Bréf þetta sendi hann til stiftamtmanns til góðra meðmæla, ásamt bréfi til hans sjálfs, dags. 10. s. m.; barmar hann sér þar mjög yfir þeirri illu meðferð, sem hann hafi mátt þola, í þessu auma landi, vegna þess- ara málaferla. — Má nærri geta, að þetta hafa heldur engar sældar- stundir verið fyrir amtmann. Er sem hrinið hafi á honum bölbænir stúlku þeirrar, er Appollonía sagði landfógeta frá, að hefði veslazt upp af þunglyndi, vegna þess að Fuhrmann hefði verið trúlofaður henni fyrrum og svikið hana í tryggðum; kvað hún hana hafa í veikir.dum hennar óskað honum mikils ills og ógæfu, og að það mætti koma yfir hann áður en hann dæji. Sú ósk hefir orðið upp- fyllt í ríkum mæli. Honum hafði nú að vísu tekist að fá sig dæmd- an sýknan af dauða Appolloniu, og sömuleiðis Karen Holm, sem hann virðist hafa unnað, og móður hennar. En orðróminn hér og erlendis var óhægt að kæfa niður, og allar illar grunsemdir hér og þar. Og ekki var allt búið enn, hann átti eftir að ná sér niðri á þeim Larsen og Wulf landfógeta. Og svo hafði staðið í skipunarbréfi kon- ungs til dómandanna, að endanlegum dóm þeirra ætti undir eins að senda inn fyrir hæstarétt til frekari athugunar. Það er nú að svo búnu óvíst, hvort hæsti-réttur hefir nokkru sinni fjallað um sjálft aðal-málið, eins og staðið hefir til, en af frá- sögn Jóns prófasts Halldórssonar, í Safni II, 775, sést það, að sum- arið eftir, 1727, stefndi Kinch, sem þá var orðinn undirkaupmaður á Vestfjörðum, þeim Þorleifi prófasti og Fuhrmann amtmanni fyrir hæsta-rétt. Var stefnan lesin yfir gröf séra Þorleifs, því að hann var þá þegar kominn fyrir hinn æðsta dómstól; hann drukknaði í kvísl úr Markarfljóti 12. jan. (sbr. Ann. 1400—1800, I, 529), þar sem síðan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.