Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 25
25
heitir Prófastsáll ‘). — En amtmaður fór utan, til að standa fyrir máli
sínu. Það fór sem von var, að Kinch var sýknaður, því að fram-
burður hans hafði verið sannur og hann hefði gert rangt í að leyna
því, sem Appollonía sagði honum á banabeði sinum. Var amtmaður
dæmdur til að greiða Kinch 300 dali. Enn fremur skyldi hann greiða
Wulf landfógeta 50 dali, og var það vel sloppið, og aðra 50 dali til
Kristjánshafnarkirkju. í Mælifells-annál (Ann. 1400—1800, I, 638—39)
segir, að hann hafi auk þess mátt láta úti 500 dali til Frantz Swarts-
kopf, bróður Appolloníu, »er hún átti í láni hjá honum«, en þar mun
eitthvað blandað málum; hann átti ógreidda henni 100 dali, er hún
dó, nefnilega helming þess er honum bar að greiða henni það ár
(1724); hafði Frantz Swartskopf farið fram á það í Höfn (24. marts
1725), að sér yrðu þeir greiddir, en stiftamtmaður viidi láta það bí?a,
unz málið væri útkljáð. — Dómendur virðast hafa sloppið við allar
sektir fyrir sinn ranga dóm um Kinch. Séra Þorleifur hafði að sönnu
dæmt hann einn í fyrstu og var nú dáinn, en svo sem áður er sagt,
virðast dómendur allir hafa samþykkt þann dóm, eða annan eins,
sumarið 1726.
Wulf landfógeta hefir sennilega þótt illt að búa við hatur amt-
manns á Bessastöðum og fór hann utan sumarið eftir að dómur
þeirra þremenninganna var kveðinn upp, 1727; sigldi hann með
Stykkishólmsskipi, en amtmaður með Eyrarbakkaskipi. Var Wulf
síðan í Höfn embættislaus, en hafði þriðjung fógetalaunanna. — Stift-
amtmaður gat ekki komið Fuhrmann vini sínum til hjálpar; honum
var einnig stefnt fyrir allra-hæzta-rétt þetta sama sumar; hann dó
29. september.
Amtmaður kom hingað næsta sumar og skömmu síðar fór ma-
dama Pipers utan* 2). Hefir hann sennilega ekki latt hana og henni
ekki þótt girnilegt að búa hér Iengur við illan orðróm og níðvísur,
sem flugu um landið3). — Karen varð eftir hjá amtmanni, en ekki
') Sbr. Árb. Fornl.fél. 1902, 12; hann er raunar nefndur Gunnarshólmalæna
á uppdrætti herforingjaráðsins.
2) Sbr. Mælifellsannál, Ann. 1400—1800, I., 697; »Hólma kerling« er ef-
laust gamla konan, en ekki Karen dóttir hennar.
3) Tveim dögum eftir að dómurinn var kveðinn upp í Kópavogi 1726
stefndi amtmaður tveim dönskum mönnum þangað fyrir rétt 27. s. m. út af um-
mælum annars þeirra, Anders Schaviniusar, um amtmann og heimilisfólk hans.
í eins konar varnarskjali, sem A. Sc. lagði fram, kvaðst hann hafa svo um mælt,
að fyr en hann yrði gerður ærulaus skyldu sumir af heimilismönnum amtmanns
verða gerðir það, þeir sem borið höfðu Ijúgvitni, og kannaðist hann við, að það
I