Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 26
26
gekk hann að eiga hana. Hann lifði í 5 ár eftir þetta, dó 10 júní
1733 á Bessastöðum, 48 ára gamall, og var jarðaður þar í kórnum,
— þar sem Appollonía hvíldi fyrir. Tíu dögum fyrir andlátið arfleiddi
hann Karen Holm að öllu lausafé sínu og jafnframt öllu afgjaldi af
fasteignum sínum meðan hún lifði, en eftir hennar daga skyldu rétt-
ir lögerfingjar hans njóta þeirra. — Árið eftir dó Cornelius Wulf
landfógeti í Hötn.
Jón prófastur Hálldórsson í Hitárdal hefir eflaust þekkt Fuhr-
mann amtmann og verið hlýtt til hans. Hann kemst svo að orði um
hann í Hirðstjóra-annál (Safn II., 776—77): »Amtmaður Fuhrmann var
með hærri mönnum á vöxt, fyrirmannlegur, skarpvitur, vel talandi,
forfarinn í flestum lærdómslistum og tungumálum, svo ég efast um,
hvort hér hafi verið lærðari veraldlegur yfirmaður; þar með var hann
friðsamur, ljúfur, lítillátur, glaðsinnaður og veitingasamur. Á alþingi
var oftast nær alsetið í kringuin hans borð um máltíð af fyrirmönn-
um landsins og hans góðum vinum, er hann lét til sín kalla. Sótti
ekki eftir neins manns falli eður hrösun, stundaði til að halda land-
inu við frið og landsrétt. Hann var hér amtmaður 15 ár; vanséð, hvað
fljótt ísland fær hans líka í öllu«.
í Bessastaðakirkju standa 2 afarmiklir koparstjakar á altarinu,
57,5 cm. að hæð og 31,5 að þverm. um stéttina. Á þeim er svo-
felld áletrun á latínu: Hocce Par Lychnúchorúm cum cæteris orna-
mentis Ecclesie Bessestediensi - in úsúm pium et perpetúúm donavit
dotavit Catharina Holmia Anno 1734:. . Þyngdin er sett á stéttirnar
að neðan: . :1: lpd: 4 pd.: Þessa stjaka og aðra kirkjugripi hefir þá
Karen Holm gefið Bessastaða-kirkju fyrir legstað amtmanns árið eftir
að hann dó.
Sýknudómarnir í Svartskopfs-máli 1725 og 1726 eru eðlilegir,
eftir þeim gögnum, sem lágu fyrir dómurunum. Annars vegar skýrsl-
ur um grunsemd veikrar konu, sem var dáin og grafin ári áður en
rannsóknin hófst, hins vegar eiðfestur framburður lifandi vitna, sem
voru nákunnng málavöxtum. Annað mál er það, að rannsóknin og
vitnaleiðslan er undarleg, þær persónur aldrei yfirheyrðar, sem grun-
semdin lá á.
væru þær Maren Jespersdóttir og Gunnhildur Hemingsdóttir, eftir því sem þær
hefðu sagt við hann og aðra og ekki játað fyrir réttinum. — Þetta mál var tekið
fyrir aftur 27. sept. og stefnt fjölda vitna og kunnu sum þeirra háðvísur, sem
eru skrifaðar eftir þeim í réttarbókina, um þessi vitni amtmanns o. fl., og báru
A. Sc. fyrir að hafa farið með þær. Sá hann þá sinn kost vænstan, að bíðja
amtmann fyrirgefningar með mjög auðmjúkum orðum og éta ofan i sig ummæl-
in um Ijúgvitnin. Enn fleiri vísur voru til en þessar, og eru til enn, og var ekki
hægt fyrir neinn að bæla niður almannaróminn um þetta mál.