Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 28
28 Dómöndunum þótti liklegt, að hann hefði gjört þetta »í einhverri slæmri meiningu, hvar af mikið hneyksli og ljótt eftirdæmi orsakað er, þar einir og aðrir óráðvandir drengir hafa með álíka lönguhöfuðs- uppsetningu og öðrum þar með fylgjandi illskuháttum og særingum, djöfulinn dýrkað áður til forna. Því skal Illugi Bjarnason útstanda opinbera og skarpa aflausn í Vikur-kirkju á Seltjarnarnesi, í hverri sókn hann hefir hetta hneyksli framið«. Þar að auki var hann dæmd- ur til að gjalda allþungar sektir, en slapp betur en Þorgils Einarsson forðum, sem sagt var frá hér að framan, enda sýnist sökin nú ekki hafa verið stórvægileg. Þessi töfrabrögð eða galdur tíl þess að framkalla illviðri og storm munu standa í sambandi við. það, að reisa níðstöng, svo sem því er lýst í sögu Egils Skalla-Grímssonar, 57. kap., eða jafnvel síðustu leifar af slíkri forneskju. — Töfratrú þessi á lönguhaus á stöng hefur haldist við lengur, eins og sjá má af sögu frú Ingunnar Jónsdóttur í Gráskinnu I. (Ak. 1028), bls. 91—92. í þjóðsögum Jóns Árnasonar, I., 450, er lýst aðferðinni við þetta töfrabragð og sagt, eftir manni í Reykjavík, að galdrastafur, sem Veðurgapi var nefndur, hafi verið ristur á kefli og lönguhausinn þaninn út með því. En Jón kveðst lýsa aðferðinni eftir munnmælum nyrðra og syðra. Frá næstu árum, eftir 1731, vantar dóma- og þingbók úr Gull- bringusýslu, allt til 1703. Verður því ekki vitað, hvaða mál hafa kom- ið fyrir Kópavogs-þing á því tímabili, eða fram um miðja öldina, því að eftir að búið var að koma upp sæmilegu þinghúsi í Reykjavík 1753, hefir Kópavogur lagst niður sem þingstaður. Ekki er getið í annálum neinna merkra mála á Kópavogsþingi á tímabilinu 1731—53, né heldur í alþingisbókum, nema þá helzt þjófnaðarmáls eins, sem kom þar fyrir réttinn 16.—17. maí 1749. Hafði þjófurinn framið smá- þjófnað þrisvar sinnum og í fjórða sinni kirkjuþjófnað, stolið ljósa- krónum úr Bessastaða-kirkju. Var hann í Kópavogi 17. maí, og síðan á alþingi 15. júlí, dæmdur til að »kagstrijkast, med Þioofs-Marke Brennemerkiast, og til Kaupennhafnar Schlaveries til Erfides í Jaarnum sijna Lijfs-tijd, aa yferstandande Sumre wt-sendast«. — Rödd misk- unnseminnar var vitanlega alls ekki til í slíkum málum og refsing- arnar svo ógurlegar, að þær bera helzt vott um níðingshátt og grimd. Það er svo að sjá sem dómararnir, er margir voru göfugir og góðir menn, hafi verið blindaðir af hinum óþjóðlegu, útlendu hegningarlögum, er þeir dæmdu eftir. Hlýðnin við þau og konungsvaldið, sem stóð á bak við þau, og svo venjan, langvarandi og rík, leiddi dómarana þrá- faldlega til að drýgja miklu verri glæpi og óhæfuverk en hinir sak- felldu höfðu unnið og voru dæmdir fyrir. — Því standa margir af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.