Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Síða 31
31
þinghúss-tóftina og Þuríður kvað hafa verið nefnda svo í hennar
ungdæmi. Sú tóft er syðst á túninu, all-langt fyrir sunnan Þinggerði
það eða svæði, er Þuríður átti við. Tóftin er stór og ber hátt, sést
greinilega af akveginum. Hún er með miklum, vallgrónum veggja-
leifum á 3 vegu, en timburgail hefir verið að framan eða suðvestan,
vogmegin. Innanmál hennar er um 9X2,5 m.. í henni er nú sem
dálítill þvergarður vestur frá austurveggnum; kann hann að stafa frá
notkun hennar til einnhverra annara hluta á síðari hluta 18. aldar.
Dómhringurinn, sem Jónas á við, er um og fyrir norðaustan tóftar-
endann. Hann hefir sennilega ekki verið dómhringur, heldur hesta-
rétt. Raunar er ekki fullvíst um slíka »dómhringi« eða »lögréttur« á
gömlum þingstöðum. Er ekki óhugsandi að þinghaldið hafi fyrrum
farið fram innan þeirra undir berum himni, áður en farið var að hafa
þinghús, líkt og átti sér stað um lögréttu á Þingvelli, alþingisstaðn-
um. — Þessar »dómhrings«-leifar í Kópavogi virðast eldri en þing-
hússtóftin, eru miklu óverulegri og lægri. Allur vesturhlutinn virðist
svo sem horfinn undir þinghússtóftina.
Þuríður sagði, að fyrir framan þinghússdyrnar hefði fyrrum legið
»höggsteinn«, svo-nefndur. Hann hefði varið vel miðja vega frá dyr-
unum og fram á bakkann. Stjúpi hennar tók stein þennan og henti
honum niður fyrir bakkann þar suðvestur-undan. Steinninn var um
alin að lengd, aflangur, eggmyndaður að ofan. Áleit Þuríður að högg-
stokkurinn hefði verið felldur þar ofaná. Nú verður steinn þessi ekki
fundinn í fjörunni, svo víst sé. Ekki er óhugsandi, að þarna hafi ein-
hvern tíma í fyrndinni verið aftökustaður, en illa kemur það þó heim
við frásögn séra Eyjólfs Jónssonar hér að framan, er hann, gagn-
kunnugur fræðimaður, segir að höggstaðurinn hafi ávallt, áður en
Sigurður Arason var hálshöggvinn skamt frá túngarði, í landnorður
frá þinghúsinu, verið uppi á bálsinum. Hefði séra Eyjólfur þekkt nokk-
ur ummæli um höggstað fyrir framan þinghúsið, þá hefði hann ekki
komizt svo að orði. En eftir að Sigurður var tekinn af, hefir enginn
maður verið hálshöggvinn í Kópavogi. — Túngarðurinn, sem séra
Eyjólfur á við, er til enn, eða annar yngri á sama stað, og kemur
frásögn hans heim við núverandi staðháttu. Vegna þess að bent er
á 2 dysjar á hálsinum fyrir sunnan voginn, sem nefndar hafa verið
hjer að framan, á Arnarnesshálsi, en enga á hálsinum hér fyrir ofan,
Kópavogshálsi, lítur helzt út fyrir, að séra Eyjólfur eigi við Arnar-
nessháls. — Frásögn hans um, að Steinunni hafi verið drekkt i Kópa-
vogslæk fyrir austan aftökustað Sigurðar, kemur einnig vel heim við
staðháttu. Allt þangað upp og ofar enn, fellur sjór í lækinn þegar
hásjávað er. Sennilega hefir sjórinn gengið æ lengra og lengra upp