Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 37
37 Nú verð ee að segja yður sögu. Árið 1860 fór eg til Geysis og skoðaði eg þá um leið Þíngvöll og myndaði þar þá Lögberg og fleira, en er eg kom úr þeirri ferð, fór eg að fá eins konar áhyggjur út af því, að jafn-merkur staður í sögu landsins lægi þannig alveg órann- sakaður, og skrifaði eg um haustið Guðbrandi (sem þér víst hafið orðið varir við) og beiddi hann að komast eptir, hvort þar ytra væru til nokkrar skriflegar upplýsingar um Þingvöll, en fékk 13. oktbr. það svar, að þar væri ekkert til, því máli til upplýsingar; eg hélt þá að enginn vildi neitt hugsa um það málefni, fyrst allir þögðu, og fór eg því um veturinn að rannsaka Þíngvöll eptir sögunum. En það herti á mér, að þá fékk eg boð frá skotskum manni, sem spurði mig, hvort eg hefði, eða gæti látið sig fá, kort af Þíngvelli, en það hafði eg þá ekki til. Þá fór eg um sumarið í Júní til Þíngvallar og var þar 2 eða 3 daga og rannsakaði búðir og fleira og gerði lauslegt kort af staðnum. En rétt þar á eftir fékk eg áskorun af Dasent og beiddi hann mig að gera kort af Þíngvelli fyrir sig, en samt með þeim fyr- irvara, að eg mætti engan annan láta fá það, og því lofaði eg. Þetta varð þá fast ákvarðað milli okkar með þessum skilmálum. Því næst kom frá yður áskorun til min sama efnis (en of seint) og fanst mér þá, að eg væri settur milli tveggja elda, eins og Óðinn forðum. — Eg vildi helzt hjálpa báðum jafnt og eptir megni, en það mátti eg ekki. Eg var lengi að skoða huga minn um, hvort eg ætti að ráðast í að fara þá ferð með Gunnlögsen. Mér fanst eg varla mega það, vegna skilmála okkar Dasents, en á hinn bóginn var eg hræddur um að það mundi þá spilla málefninu yfir höfuð, ef eg hefði ekki farið. Því eins og þér getið nærri, þá treysti eg engan vegin minni mælíngarkunnáttu í samanburði við Gunnlögsens, en mér þótti mjóg tvísýnt, hvort hann hefði farið þá ferð, ef eg hefði ekki verið með, og mundi þá málið hafa staðið ver að öllu samanlögðu. Allir þekkja eljun og kunnáttu Gunnlögsens, en hann er nú maður gamall og (okkar í milli að segja) þá hafði hann því miður hvorki næga sjón né líkamsburði til þess starfa, og varð eg að hjálpa honum með öllu því, eg gat, meðan við vorum saman, en samt var hann upp á síðkastið orðinn svo þreyttur og heimfús, að eg treysti mér ekki vel til að fá hann til að starfa meira, og fanst mér þó talsvert vanta, eins og eg lét yður skilja í mínu seinasta bréfi. Eg sagði honum flest, sem eg þá vissi um búðir og mannvirki, en gat ekki látið hann skilja það. Seinna um haustið fullgerði eg mitt kort og sendi það Dasent, því það átti að prentast um veturinn, en er ekki enn komið til mín.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.