Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 39
39 sem fólk hefir sagt mér um örnefni á Þíngvelli og þar nálægt, og reynt að smala því um allt land. Fabúlur hefi eg og fengið um Þíng- völl 2, kátlegar, og nokkuð af gömlum, skriflegum upplýsingum etc., en þó vantar mig enn mikið. Eg hefi ekki náð í nærri alla þá menn, sem eg held að geti skýrt þetta mál; eg er altaf smátt og smátt að spyrja þá upp. Eg sé að það má safna talsvert miklu um Þíngvöll, og það meira en eg hefi haldið, en menn verða að hafa tímann fyrir sér, það er ekkert áhlaupaverk. Eg er farinn að sjá, að það er nauð- synlegt að skrifa sérskilda lýsing á öllum Þíngvelli, um hvert mann- virki, sem þar er, að hvað miklu leyti það er glöggt, um allar breyt- ingar á Þíngvelli af jarðskjálftum, og af vatnsgangi úr Öxará, sam- anburð á Þíngvelli og öðrum þíngstöðum og hvað verði lært af því, um aldur á vegum, um kirkjuflutnínga, um lögréttuflutninga, og nákvæmt um búðir, um Lögbergis-skipun, um lag á búðum og tjöld- um, og húðfötum og öðrum áhöldum, sem höfð voru á þíngi, og hvernig líklegt er að það allt hafi litið út í fornöld, um hvar líklegt er að fylkingar hafi verið settar við ýmisleg tækifæri, og langt um fleira, sem hægara er sagt en gert, á meðan ekki eru betur rannsökuð lögin og hin forna málatilskipan, goðaættir, og goðorða-skipting og -þínga. Eg veit að eg er ekki fær um að skrifa um neitt af þessu, en samt ætla eg að reyna að taka að mér, að skrifa um eitthvað af þessu, það sem eg get, því eg veit að það má ekki mikið seinna vera, ef ekki öll munnmæli eiga að glatast. Eg veit líka, að eg er kunnugri Þíngvelli en flestir aðrir, eptir svo langar rannsóknir, en þó þarf eg að koma þar enn, ef duga skal. Eg held því að eg þori að lofa yður handa Bókmentafélaginu, nokkuð langri ritgjörð um Þingvöll, ef þið viljið hafa hana og gefið mér von um að hún verði prentuð. En hvað eg get meira gert, þori eg ekki að lofa að svo stöddu, fyr en eg sé hvað Dasent líður, og myndum þeim sem eg sendi honum; en eg skal gera það eg get þessu máli til eflingar. Það versta er, að í þessu máli, eins og öðrum, þarf fjölda af myndum til útskýringar, því annars skilur enginn, hvað maður fer; en maður verður að sjá hvað setur fyrst um sinn. Eg hefi fengið smávegis útskýringar um aðra þíngstaði og gætu þær mikið skýrt skilning manna á Þíngvelli; annars er eg farinn að verða á því, að lítið sé fróðlegt við að rannsaka aðra þíngstaði, sem menn hafa hér um bil engar sagnir um, nema að því leyti, sem þeir geta orðið til skýringar og ýmsra sannana viðvíkjandi Þíngvelli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.