Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 43
43
III.
Khöfn 10. Júní 1863.
Háttvirti vin,
Það er ágætt, sem þér skrifið mér í yðar síðasta bréfi, að þér
viljið safna öllu um alþíng, sem þér finnið, bæði munnmælum, skrif-
legu og myndum; einúngis hafi þér gát á, að þeir ljúgi engu sjálfir,
sem segja frá, því þeim hættir við að ginna á þesskonar okkur sögu-
fíflin. Ekki hefi eg séð aðrar katastasis en þessa venjulegu, mér
þætti því mjög vænt um ef fleiri fyndist að fá þær, annaðhvort í
afskrift eða einhvernveginn, og hvaðan þær sé teknar úr handritum.
Eg fellst á, að rétt sé að prenta þetta í heilu lagi. Ekki hefi eg séð
hér neitt kort yfir Þíngvöll, né neina lýsing, aðra en kastastasis, og
uppdrátt af álnarsteininum eða réttara mál hans eptir Teilmann kamm-
erjunker á dönsku. Það er í alla staði ómissanda, að safna hverju
maður finnur, en ætíð gá að um leið sögumanninum.
Hafi þér ekki fundið neitt meira um leiki og vikivaka, og hvernig
þeir voru, með formálum og ýmsu. Mig lángar til að segja frá því
sem eg veit í formála fyrir »Fornkvæðum« okkar Grundtvigs, en eg
veit svo árans lítið, og þyrfti miklu meira. -Ef þér hafið nokkuð þá
hjálpið mér um afskriptir eða uppskriptir af því, að tilgreindum sögu-
mönnum eða handritum, og sendið mjer reikning með hvernig
borga skuli.
Ætli ekki verði nú neitt úr forngripasafni heima hjá ykkur. Þó
safn Helga sé ekki stórt, þá er viljann að virða. Það væri víst hægt
að fá héðan mikið af þesskonar, og það ætti maður að fá, til þess að
nokkur heild yrði í safninu. Frá Museinu hér gæti maður fengið alls-
konar, sem ekki væri mjög sjaldgæft, sumt má móta eptir, sumt má
kaupa, ef maður hefir fé. Eg treysti mér til að fá mikið keypt, ef
eg hefði fé til. Hvað segi þér um það, eða geti þér ekki hreyft því
við þá þar heima og sett þá í gang með það?
Forlátið mér nú þessar fáu línur og minnist í vinsemd þess sem
er jafnan
yðar einlægur vin
Jón Sigurðsson.