Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 44
44
IV.
Kaupmh. 17. Sept. 1863.
Kæri háttvirti vin,
Eg þakka yður ástsamlega fyrir yðar rækilega og góða bréf í
sumar, sem eg hefi ekki nema litinn einn til að svara uppá, og að
gratulera að það er eins og færist nær um forngripasafnið. Guðbrandr
sendir ykkur eitthvað núna, og smásainan fái þið þó nokkuð meira og
meira. Eg talaði við Karl Andersen, hvort ekki mundi mega takast að
fá héðan nokkuð, og hann hélt það. Það væri heillegra að hafa sýnis-
horn af hinu eldra, áður en við komum til sögunnar, og það er fróð-
legt bæði fyrir alþýðu og mentamenn, að skilja í þessu, sem þeir hafa
nú alls ekkert vit á. Kannske Karl skrifi ykkur, því hann ráðgerði það
hálfvegis, og væri þá kannske rjettast, að þið skrifuðuð Cultusministerio,
Jón Árnason og þér, og sýnduð hversu nytsamt safn gæti orðið, bæði
til fróðleiks og til að fyrirbyggja tjón forngripa og svo í almennu
vísindalegu tilliti, þareð fornleifar sem finnast á íslandi eru í historisku
tilliti einna merkastar, af því þær verða miðaðar við tíma vissan.
Sækja þá um fjárstyrk og um doublet héðan af ýmsu tægi. Þetta
ættuð þið að senda Stiptsyfirvöldunum og fá þeirra meðmæli og síð-
an láta þau senda Culturministerio.
Ekki get eg fundið annað um Lögbergisgaunguna, en að hún hafi
verið Processia, sem haldin var þegar allt var undir búið alþingis setn-
ínguna, og er þá fyrst hátíðlega sett þing. Menn hafa farið í skrúða
sinn í þeirri gaungu, og stundum hefir slettzt upp á menn. — Lýsing
sira Björns á alþingisstaðnum er til enn, einsog allar sóknalýsingarnar,
því af þeim er ekkert brunnið, en þar er ekki mikið á að græða.
Eg hef orðið var við einn forngrip merkilegan, og það eru stein-
ar lausir með bolla í, sem má kalla Ólafssteina, eða Ólafs brauð. Þér
munið að í jarteiknum Ólafs helga stendur um brauð sem varð að
steini hér í Danmörku, og að þessir steinar hafi í þá minníng verið
á Ólafskirkjum. Á mynd Ólafs konungs á Jónsbókum finnst að hann
heldur á einhverju í annari hendi sem er eins og snigill eða kuðúng-
ur. Það eru víst steinarnir og eru þrír hver ofan á öðrum, svo efri
steinninn fellur ofan í bollann á hinum. Þar sem hafa verið Ólafs
kirkjur má víst enn finna víða þessa steina, lausa og ekki stóra, með
bolla í, og væri vert fyrir ykkur að gá að þegar það kemur fyrir.
Ef það væri mögulegt, að fá meiri fjárstyrk handa Bókmentafé-
laginu og Félagsritum, þá gætum við hjálpað ykkur mikið við ykkar
dót, og með því ber minna á og verður allt hægra. Þið ættuð þess
vegna að gjöra allt til að útvega okkur styrk, og brúka svo aptur