Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Qupperneq 50
50
gera það hlægilegt og jafnvel viðsjálft í augum alþýðu; hann hefir
máske gert það óvart. Vér höfum því frá upphafi ásett oss að halda
blöðunum sem frjálsum og má það komast í alla. En vér álítum þau
mikíls verð, þar sem þau eru nú það einasta sýnishorn, sem hér á
landi er til af því tægi, sem gamalt má heita. — Eg vil trauðlega
gefa nein ráð, þvi til þess hefi eg ekki vit, en (yður að segja) þá hefði
verið hollast, aldrei að hreyfa þessu, og láta hvern hafa það sém hann
hefir fengið. Því þó að menn i Höfn hafi drottnað [yfir] mönnum hér
heima á íslandi fyrri hluta þessarar aldar, þá er nú komið svo, að menn
eru farnir að aka sér við því, og þarf nú lítið út af að bera, að frið-
urinn og lögin sprikli á spjótsoddum.
Forlátið mér þennan miða.
Yðar vin
Sigurður Guðmundsson.
VI.
Khöfn 4. Oktbr. 1864.
Kæri vin,
Eg þakka yður fyrir yðar seinasta góða bréf, og þykir vænt um,
að þér studerið alltaf Þíngvalla staðinn, og eins hitt, að þér sjáið til
að eitthvert lag væri á þvi sem yrði byggt þar, ef það yrði nokkuð.
Því er ver, að menn eru svoddan nápínur á íslandi, að þeir tíma
ekkert til að leggja nema þar sem brennivínið er öðrumegin.
Um jubilhátíðina er og nú hægur á förunum, en til er það, að
þeir verði hér aðrir ákafir um það. Eg er nú lika hræddur um, að
margir fari að líta kringum sig, áður en þeir hafa safnað sjóði til
myndar Ingólfs úr steyptum málmi. Mynd sem er sköpuð eptir ímynd-
an er í sjálfu sér líka ómynd, því hún verður ósönn. En þið eruð nú
heldur ekki almennilega byrjaðir enn að ráðslaga, svo það kann allt
að verða gott á endanum.
Eg sendi strax bréfið til Thomsens, og mér líkaði það sérlega
vel, ef hann bara hefir ekki orðið hræddur við stóra brotið. Stíllinn
var góður og vel saminn, og efnið vel og greinilega fram sett. Eg
trúi ekki öðru, en að þið hafið eitthvað gagn af karlinum, því hann
hefir nóg til, ef hann tímir að láta það.
Ekki sé eg neina ástæðu til að gjöra svo mikið útúr Hauksbókar-
blöðunum, sem þér gjörið, því í sjálfu sér vildi eg, ef eg væri í ykk-
ar sporum, heldur eiga eitthvað sem héti forngripur, heldur en þess-
konar einstök blöð úr bók, með litlu efni. Af því þið vitið nú, að