Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 54
54
Árnasyni 150 exx., sem eru í pakka, með áskript til yðar, í stórum
kassa til Deildarinnar. í öðrum kassa aflaungum, sem einnig er send-
ur Deildinni, vegna þess eg vildi fá sendínguna fragtfría, er græn-
lenzka dótið, og verðið þér að gánga eptir því. Af skýrslunni ímynda
eg mér þið gætið gefið Exemplör þeim sem gefa Safninu, og jafnframt
selt fyrir 1 rd. hinum, sem vildu styrkja safnið. Honorar vil eg reyna
að útvega yður, og eg hefi skrifað Jens bróður mínum um það, en
ef hann skyldi eiga örðugt með að borga yður, þá verðið þér að hafa
þolinmæði um sinn. Mér væri líka kært að fá að vita hjá yður, hvað
þér hugsuðuð yður að þér vilduð álíta sanngjörn ritlaun, svo eg gæti
talað fyrir þeim. Hafið þér ekki fengið neitt til safnsins frá Vorsá?
— Hann hefir lofað því, og mun víst senda einhverntíma.
Þér munuð halda fram yðar striki, og þá getið þér verið vissir
um að eitthvað sargast með tímanum. Hér líkar mönnum skýrslan vel.
Eg sendi Vorsá hana og þeim forngripamönnum, sem næstir standa.
Ef þér eða þið gætuð launað Bókmentafélaginu með því, að útvega
því meðlimi og styrktarmenn, þá vona eg þér sjáið að félagið geti
aptur styrkt safnið, og það mjög tilfinnanlega þegar tímar líða. Það
er það sem við eigum að læra með okkar litlu kröptum, ef við vilj-
um hafa nokkuð áfram.
Forlátið mér nú þenna stutta miða, og verið ástsamlega kvaddur
Yðar skuldb. elskandi vin
Jón Sigurðsson.
7.
Reykjavík 11. Júlí 1868.
Góði vin!
Eg þakka yður kærlega fyrir tilskrifið og sendingarnar. Eg hefi
þegar náð í bæði skýrslupakkann og kassann með grænlenzka dótinu,
og þykir mér það að mörgu fróðlegt, en verst verður fyrir mig að
geta sett það allt saman, helzt tjaldið. Því það hefir töluvert ruglast
í kassanum og tölurnar ekki alstaðar réttar; en eitthvað fær maður
samt út úr því. Þó að þetta séu ekki íslenzkir forngripir, þá skýra
þeir samt okkar fornsögur, sem segja frá siðum skrælingja, til dæmis
Þorfinns-sögu karlsefnis og Eiríks-sögu rauða, og er það fróðlegt fyrir
þá, sem ekki hafa verið erlendis eða þekkja það.
Eg hefi lauslega blaðað í skýrslunni og líkar mér hún að öllu
mikið vel. Maður getur ekki í eins vandasömu siglt fyrir öll annes