Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Qupperneq 55
55
«ða ábyrgst að allt sé rétt, að minsta kosti fyrir augum sumra hérna
heima, því þeir eru svo kritískir, að þeir sumir álita alla fornfræði
heimsku og loptkastala og ómögulega; og líka fer maður víða ein-
ungis eptir annara sögusögnum, og verður maður að láta þær gilda,
þangað til annað meira áreiðanlegt hrindir þeim. Mér þótti vænt um
að fá ráð yfir miklu af skýrslunni, því hún kemur sér vel. Eg hefi
þegar gefið nokkrar af þeim ýmsum austanmönnum, sem nú og í
fyrra og áður hafa útvegað safninu hluti, og hafa þeir þegið það
þakklátlega. Eg er viss um að það styrkir safnið, og eg er enda á því,
að láta einstöku fá skýrsluna, án þess að þeir hafi gefið safninu, ef
þeir unna fornfræði og vilja styrkja það í orði og verki, allra helzt ef
þeir ekki hafa efni á að vera í Bókmentafélaginu. Mikill fjöldi af þeim,
sem mest hafa gefið safninu eða útvegað því, eru einmitt í Bók-
mentafélaginu og þurfa ekki skýrslu. Lítið held eg maður geti selt
af henni hér heima, allra helzt í þessu árferði, enda liggur ekkert á
að koma henni fljótt út, nema í þeim tilgangi að uppörfa menn til
styrktar við safnið. — Eg á örðugt með að ákveða, hvað muni vera
sanngjörn ritlaun fyrir skýrsluna, því eg veit ekki, hve mikils menn
meta þess háttar ritgjörðir í samanburði við aðrar. Eg veit að eins
það, að eg hefi haft töluvert mikið fyrir henni, og hefi mátt til að
eyða við hana hentugasta tímanum. Safnið hefir yfir höfuð orðið mér
töluvert dýrt. Eg þarf því á öllu minu að halda, og sama er að segja
um Bókmentafélagið. Eg hefi því hugsað mér 10—12 Rd. fyrir örkina
ekki ósanngjarnt, eptir því sem félagið borgar öðrum afskriptir og út-
leggingar; þér ráðið því.
Jens bróðir yðar skrifar yður víst um, hvernig gengur að útvega
peningana. Eg veit ekki um það, nema hvað eg ímynda mér að það
gangi illa. — Jens bróðir yðar hefir borgað mér 50 Rd. 13. júlí og
sendir yður kvittering; eg hafði heyrt að Deildin hér væri peningalaus.
Eg hefi eingin skeyti fengið frá Vorsá síðan í haust, að eg sendi
honum bréfið; honum hefir máske ekki líkað það vel. Safnið hefir
auðgast töluvert í vetur af góðum hlutum. Það er nú orðið 5S6 Nr.
í útsynníngnum í vor blésu upp 6 dys suður hjá Hafurbjarnarstöð-
um og fanst í hverju maður og hestur, nema í því stærsta 2 menn,
hundsbein og hestbein; í því dysi fanst spjótsoddur, kjaptamél úr járni,
skrautsverð með silfurlögðum og smeltum hjöltum og með silfurvöfð-
um meðalkafla, heilum, og efra hjaltið var og lagt með silfurplötum
og fléttíngum, og döggskórinn hafði verið gyltur og úr bronzi, með
mjög vönduðum ormahnútum; þar fanst og brot af hjálminum utaná
hauskúpunni, hárgreiða, 4 beinlengjur, grafnar með hnútum. í öðru
dysi fanst spjótsoddur [og] brotinn járnketill með stórri höldu. í þriðja