Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Side 57
57
í sumar eða haust. Það hefir töluvert verið gert við veginn frá
Öskjuhlíðinni að Árbæ, ein 220 faðma löng brú og önnur um 70
faðmar. Þetta allt sýnir þó eitthvert líf, í ekki betra árferði en er.
Nú man eg ekki fleira að sinni.
Fyrirgefið mér þennan flýtismiða.
Yðar vin
Sigurður Guðmundsson.
Mér gleymdist að skrifa yður, að eg hefi séð allmerka ritgjörð í
sinni röð, sem Brynjólfur Jónsson á Minna-Núpi hefir samið í vetur.
Hún er um Þjórsárdalinn og fylgir henni Iauslegt kort yfir dalinn, en
þó allvel gjört, og þar að auki myndir af öllum þeim fornu bæjar-
rústum, sem þar finnast, með viðskrifuðu máli við hvern vegg. Mað-
urinn er þar nauða-kunnugui' og er því ekki víst að manni bjóðist
seinna öllu betri ritgjörð um það efni, og held eg því að það væri
stór nauðsyn á fyrir Bókmentafélagið að ná í þessa ritgjörð (eg hefi
að sönnu lauslega litið á hana); en ef svoleiðis ritgjörð væri prentuð,
þá væri nauðsynlegt að prenta með henni myndirnar, því annars
tapar hún hálfu gildi. Það uppörfaði manninn, sem er fátækur, og
eins, ef til vill, aðra fleiri til að skrifa um þess háttar. En allt stendur
á peníngunum, allra helzt í þessu árferði. Eg er líka allt af á því, að
menn ættu að gera meiri gángskör að [því] að safna örnefnum í sögunum,
því örnefnin tapast allt af meir og meir, og eg er viss um, að ef við
og við væru prentaðar ritgjörðir í þá stefnu, að þá fœru menn að
vakna og skrifa meir um það efni, og mundi margur láta félagið fá
þess háttar rit fyrir lítið með tímanum; en það kostar allt penínga, þó
ekki sé nema prentunin. Það er ekki gaman að styrkja félagið, þótt
maður vildi, á þessu ári, því allt er að hálfu leyti á hausnum. Forn-
gripasafninu hafa bæzt mjög lítil samskot og alþíngishúsið nefnir hér
enginn á nafn síðan í haust, og margir helztu menn, sem eiga að
heita, bölfa alþíngi og segjast helzt vilja gefa penínga til að það
væri eyðilagt. Þetta getur maður kallað framfaraanda? Mér liggur
líka við að segja eins og aumíngja dónarnir, nefnilega að yfirvöldin
hugsi um lítið annað en að skara eld að sinni köku, heimta launa-
viðbót, skipta sér af sem fæstu, svo þeir verði vel liðnir, sleikja eptir
titlum og öðru stjórnaragni; og víst er það, að dónarnir vaða hér
uppi sem illhveli, aldeilis taumlausir, nema ef það eru þeir aumustu,
sem þeir kunna að hafa hug til að elta. Þannig voru pólitíin á fleygiferð
að elta vorn sæla íngimund Krók hér fyrir fám dögum hér um göturnar
eins og þegar Akkilles elti Hektor forðum, þángað til íngimundur leitaði